Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 257
Sögnin ‘gelta’ í gömlu máli 237
Önnur niðurstaða þessarar athugunar verður sú, að mjög óvíst sé að
‘0’ hafi orðið ‘e’ í þessum orðstofni í fomu máli, en fullt eins líklegt að
‘e’ sé upp komið við afkringinguna ‘jö’ > ‘je’, sem verður fyrst vart um
1600 og gætir mest á 17. öld.23 Um þá afkringingu em fjölmörg dæmi,
enda þótt afkringdu myndirnar séu nú flestar fátíðar eða fallnar í
gleymsku (‘fjegur’, ‘mjeg’). Dæmi um einráðar afkringdar myndir em
bæjarnafnið ‘Víði(r)ker’ «‘VíðikjQrr’) og hvomgkynsorðið ‘stjel’
(orðið til úr karlkynsorðinu ‘stjplr’).
23 Björn K. Þórólfsson, Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld (Rv. 1925),
xix-xx. — Oskar Bandle, Die Sprache der Guðbrandsbiblía (Bibliotheca Arna-
magnæana XVII, Kh. 1956), 90 með tilvísunum.
Stofnun Árna Magnússonar á íslandi.
SUMMARY
The Old Icelandic verb corresponding to Modern Icelandic gelta ‘to bark’ is cited
in various forms in dictionaries of Old Icelandic. This verb is unknown in records
before the 14th century, but the written forms in two manuscripts of the Sturlunga
saga suggest an ancient form g0lta, which is in accordance with the etymological
explanation put forward by Ásgeir Bl. Magnússon in 1953 (n. 5). The merger of
‘g0’ and ‘gjp’ has given rise to the form gjölta, dominating in the sources up to the
17th century. The evidence of these sources does not indicate that gelta origin-
ated in Old Icelandic as a result of the delabialization of ‘0’>‘e’; it seems quite
as likely that the form gelta arose through the delabialization of ‘jö’>‘je’ in the
17th century. In n. 11 the point is made that the writing convention ey for ‘0’, in
numerous Icelandic manuscripts from the 13th and 14th centuries, indicates that
the merger of the phonemes ‘0’ and ‘q’ did not occur in all varieties of Icelandic
until the late 14th century.