Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 258
SVAVAR SIGMUNDSSON
íslensku staða-nöfnin
Umræðan um uppruna ííaða-nafnanna (þ. e. bæjanafna með staðir
sem síðari lið) á íslandi og raunar á öllu norræna málsvæðinu er orð-
in langt og flókið mál. Ömefnarannsóknir síðustu ára og áratuga
hafa leitt í ljós, að ekki er sennilegt að þessi ömefnaflokkur eigi sér
að öllu leyti hliðstæðan uppmna á öllum Norðurlöndunum. Svo virð-
ist sem þessi nafnaflokkur sé á austumorrænu svæði fremur haganöfn
eða náttúmnöfn en búsetunöfn. Sænskir örnefnafræðingar hafa skýrt
staða-nöfnin sem „stöðul“ (Jöran Sahlgren) eða „einfalda kví eða
afgirt svæði“ (Lars Hellberg). Fleiri hallast þó nú að almennu merk-
ingunni „staður fyrir e-ð“ (Gösta Holm). í Danmörku er álitið, að
merkingin sé „staður þar sem bær stendur eða getur staðið“ (John
Kousgárd Sprensen). Sænskir og danskir fræðimenn hafa undanfarið
hallast að því, að meirihluti þessara nafna hafi á austumorrænu svæði
eitthvað annað en mannanöfn að fyrri lið.1
í Noregi hefur merkingin í staðir verið talin „bustad“ (Oluf Rygh,
Magnus Olsen),2 og norskir nafnfræðingar telja enn, að forliðir norsku
staða-nafnanna séu aðallega mannanöfn, nöfn karlmanna eða auk-
nefni, miklu sjaldnar kvennanöfn, „og da truleg slik at det er rydnings-
mannen sjplv vi har minne om i f0rsteleddet.“3 í Noregi eru þessi
nöfn um 2500 að tölu, og enginn annar nafnaflokkur þar er talinn hafa
svo háa hundraðstölu með mannanöfn að fyrri lið. Talið er að alloft
séu forliðimir þó ámöfn og aðeins í undantekningardæmum sé hægt
1 Lars Hellberg: En diskussion om sta-namnen. (Lund 1967), 56, 67-68. Sami:
Sta(dhir)-namnens förleder. Kumlabygden III. Ortnamn och aldre bebyggelse.
(Kumla 1967), 308 o. áfr. Gösta Holm: Nöfnin, sem enda á -staðir. íslenzk tunga
6. (Rvk. 1965), 19. John Kousgárd S0rensen: Danske bebyggelsesnavne pá -sted.
(Kbh. 1958), 241 o. áfr., 279, 291-92.
2 Oluf Rygh: Norske gaardnavne. (Kria 1897-1936). Magnus Olsen: Ættegárd
og helligdom. (Oslo 1926), 77 o. áfr.
3 J0rn Sandnes: Gards- og andre bustadnamn. Norsk stadnamnleksikon. (Oslo
1976), 30.