Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 259
íslensku staða-nöfnin 239
að sýna fram á samsetningar með öðrum náttúrunöfnum. í mörgum
Jíacfa-nöfnunum sé ekki með vissu hægt að segja til um fyrri lið, og
verið geti að í slíkum tilvikum hafi of sjálfkrafa verið talið að um
mannanöfn væri að ræða, þar sem nýjustu rannsóknir á sænskum og
dönskum staða-nöfnum bendi til að tiltölulega mikill hluti þeirra hafi
náttúrunafn að forlið.4 í Noregi hefur Jíada-nöfnum verið skipt í tvo
flokka með tilliti til uppkomu, eldri nöfn með náttúrunafn að forlið
frá því fyrir víkingaöld og yngri nöfn frá því á víkingaöld með manna-
nöfn að forlið.5
Um íslensku síaða-nöfnin er það að segja, að eldri fræðimenn, t. d.
Finnur Jónsson, álitu að meginhluti þeirra hefðu mannanöfn að for-
lið og sama er að segja um Ólaf Lárusson.6 Magnús Olsen benti á,
að bæir göfugustu landnámsmanna eru sjaldnast kenndir við menn
og heita þessvegna sjaldan -staðir. Staða-bæimir hafa tilheyrt lægra
stigi í tignarröð bæjanna.7 Hans Kuhn var einnig á þeirri skoðun, að
fyrri liður Jíaða-nafnanna væri mannanöfn, en áleit annars að staða-
nöfnin væru upphaflega nöfn á eyðibýlum.8 Þessari skoðun um manna-
nöfn í fyrri lið hefur Þórhallur Vilmundarson sem kunnugt er and-
mælt, m. a. með þessum orðum: „En underspgelse af naturforholdene
pá isl. -staðir-gkrde tyder pá at en stor mængde -staðir-navne som
man har regnet med var sammensat med person- el. tilnavne, i virke-
ligheden (med stprre el. mindre sikkerhed) er afledt af ord for natur-
forhold.“9 Og í nýlegu riti er þetta orðað svo: „forfatterens under-
spgelser af disse [þ. e. síað/r-navne] peger pá at langt stprre del end
f0r antaget ikke indeholder personnavne.“10
Oskar Bandle hefur í athugun sinni á örnefnum í Landnámu sýnt
fram á, að af 170 búsetunöfnum, sem fyrir koma í Landnámu, sé ekki
4 Norsk stadnamnleksikon, u. stad. (Red. av J0rn Sandnes og Ola Stemshaug).
5 Ola Stemshaug: Namn i Noreg. (Oslo 1973), 104-105.
6 Finnur Jónsson: Bæjanöfn á íslandi. Safn til sögu íslands IV. (Rvk. 1907-15),
428-50. Ólafur Lárusson: Nordisk kultur V. (1939), 65-68. Sami í Kulturhistorisk
leksikon for nordisk middelalder (KLNM) V, sp. 643-45.
7 Fyrrnefnt rit, m. a. bls. 72 og 105.
8 Upphaf íslenzkra örnefna og bæjanafna. Samtíð og saga V. (Rvk. 1951), 188.
Sjá einnig Einar Arnórsson: Nokkrar athugasemdir um íslenzk bæjanöfn. Skírnir
127 (1953), 81-104.
9 KLNM XVI, u. -stad. Island, sp. 579.
10 Nordisk namnforskning 1978. Namn och bygd (1979), 160. Sjá einnig
Hugarflug og veruleiki í íslenzkum örnefnum. Namn och bygd (1978), 100 o. áfr.