Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Page 261
íslensku staða-nöfnin 241
í Noregi er ætlað að þróunin hafi verið svipuð. Fombréf og jarða-
bækur tala um ýmsar jarðir, sem skipt var í tvær eða fleiri nytja-
einingar. Þar er álitið að skipting jarða hafi farið fram frá því á
víkingaöld og út miðaldir, og að arfaskipti hafi oft verið orsök jarða-
skiptingar.14
Við skiptingu landnámsjarða í fleiri bú er ekki ólíklegt, að hinir
upphaflegu landnámsmenn hafi látið hluta af landnámi sínu gegn
leigu, þó að heimildir séu ekki fyrir því, en leiguliðabúskapur var
þekktur í Noregi og öðrum þeim löndum sem ætla má að landnáms-
menn hafi komið úr.
Um skiptingu landnámsjarða í Færeyjum hefur Ame Thorsteinsson
nýlega skrifað athyglisverða grein, þar sem hann getur vel hugsað sér
þann möguleika, „at áðrenn tað veruliga ognarskiftið skildi bygdimar
sundur, er tað nýggja búplássið longu sett á stovn við niðursetumonn-
um sum festarum, og festigarðurin hevur so verið grandarlagið undir
ognarbýtinum."15
Það orð sem notað er í fomu máli um að „leigja út“ jörð eða fé,
er byggja (sbr. bygging og byggingarbréf). í Frostaþingslögum er t. d.
þetta orðalag: „ef maðr byggir iorð sina til lutar“ (NGL I, 137)
(„ = dersom ein mann stykkjer opp jorda si og leiger bort til fleire“).16
Fritzner skýrir þessa notkun orðanna „að byggja jörð til hlutar“ að
það sé „særligen om en vis Del, Lod eller Part af en i flere saadanne
delt Jord (almindeligvis uden afstukne Grænser, hvor den nemlig
ikke siges at være steindr ok reindr.“ (undir hlutr ... 4).
Sögnin að byggja er einnig þannig notuð í íslenskum fomritum, t. d.
Egils sögu: „jarðer hafði hann bygt ok skilit sér allar landskyllder.“
(Kbh. 1886-88, 184).17 Eyrbyggja hefur líka dæmi um þetta: „Eptir
þat fór Þórólfr eldi um landnám sitt ... ok byggði þar skipverjum
sínum“. (ísl. fomrit IV,8). Sama er að segja um Vatnsdælu: „Ingi-
mundr byggði þeim Hrolleifi ok Ljót, móður hans, bœinn í Ási“ (ísl.
fomrit VIII,56-57). Auðvitað ber að taka fram, að hér getur orðið
14 Sjá Halvard Bj0rkvik: Jordejendom. Norge. Fordeling. KLNM VII, sp. 664.
Sjá einnig KLNM u. hemmansklyvning.
15 Forn búseting í F0royum. Fróðskaparrit 26. bók (1978), 65.
18 Sjá Halvard Bj0rkvik: Bygsel. KLNM II, sp. 411.
17 Dæmin úr fornum textum eru tekin eftir Den arnamagnæanske kommissions
ordbog (AMKO).
Islenskt raál 17