Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 262
242 Svavar Sigmundsson
verið notað í merkingu 13. aldar, þegar algengt var orðið að leigja
jarðir og að þessi merking hafi ekki tíðkast á landnámsöld. Það úti-
lokar hinsvegar ekki, að fyrstu landnámsmenn hafi haft tekjur af
jörðum, sem þeir létu úr landnámi, og a. m. k. hafa landsetamir verið
háðir þeim með einhverjum hætti. Algengt hefur verið, að landeigendur
(stórbændur) hafa sett gripi niður á jarðir sínar og látið landseta greiða
leigur fyrir.
Hugmynd mín er sú, að við skiptingu landsins í minni jarðir hafi
komið upp heitið staðir, þ. e. ákveðnar nytjaeiningar innan takmarka
landnámsjarðar, upphaflega án fastrar búsetu. Dæmi um þessa merk-
ingu orðsins er að finna í Yngri kristinrétti Jóns biskups rauða, þar
sem stendur: „En huæruitna er menn skipta iorðu sinni i tua staðe
eða i flæiri . ..“ (NGL 11,357). Hér hlýtur orðið að merkja „hluti“,
latína „pars“. Fleiri dæmi eru um orðið staðr í merkingunni „pars“
í fomu máli:
1) „vatnit skiptiz þegar i tva staði“ (lat. in utramque partem 4 Reg
2,8) (Stjóm, 608).
2) „Skipt þu diametro solar hrings i tvo stadi, ok verda i hvomm
hlut 57 gradr ok 6 particule.“ (Alfræði 11,102).
3) „kom þa litit a einnar (þ. e. tunnu) hlut, er litlu var skipt i marga
stadi“. (Heilagra manna sögur 1,192).
4) „hann (þ. e. hringr) er sundr tekinn í þrem hlutum“ (lesbrigði,
skv. AMKO: stpðum) (Hálfdánar saga Brönufóstra. Fomaldar sögur
Norðrlanda III. (Kmh. 1830), 576.)
Við þessi samheiti, hluti/hlutur og staður má bæta orðinu partur,
sem ekki síst er notað um jörð. Sem dæmi um það má taka þessa
klausu úr fombréfi frá 1409: „at byggia suo burt mins herra konungs-
ins parta at hans godz liggi her j landit far lavst ok forganngizt.“
(IODipl,173), (= Islandske originaldiplomer indtil 1450. Editiones
Amamagnæanæ A 7. (Kbh. 1963)).
Þá er nærliggjandi að álykta, að staðir hafi merkt „jörð“ (jarðar-
hluta) og fé sem jarðareigandi hafði á jörð (kúgildi). Síðar er farið
að tala um leigustaði og þá líklega í sömu merkingu og staðir höfðu
áður. Leigustaðir koma aðeins fyrir í flt. en Fritzner skýrir orðið leigu-
staðr sem „Sted hvor en har noget udestaaende, hvoraf han oppebærer
Leie eller Renter.“ Norskt dæmi um orðið frá 1327 sýnir hver notkun-
in gat verið þar: „Kolbæin Glums son lysti læigustoðum hia Æiriki