Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Qupperneq 264
244 Svavar Sigmundsson
nöfn fyrr en þar varð sjálfstæð búseta. Staðirnir voru kenndir við þá
menn sem áttu þá eða nytjuðu hverju sinni.
Kuhn taldi eins og áður segir, að staðir hefðu þýtt eyðibýli og taldi
ýmis rök fyrir því, m. a. nafnabreytingar, sem fram kæmu í Landnámu.
Ég er ekki sammála eyðibýlakenningu hans, en tel ástæður nafn-
breytinganna augljósari, þegar haft er í huga, að staðirnir voru upp-
haflega nytjalönd með leigugripum en ekki sjálfstæð býli.
Dæmin um nafnabreytingar í Landnámu getur verið erfitt að skýra,
en gera má ráð fyrir, að hún sé fremur heimild um þjóðfélagið um
1100 en sjálft landnámið og að hún reyni að endurskýra ýmislegt
varðandi landnámið í ljósi ritunartímans.
Dæmi er um það í Landnámu að menn hafi átt fleira en eitt bú og
þeir ekki búið á þeim bæjum sem við þá voru kenndir. Þannig var með
Leiðólf, sem „bjó at Á ... en annat bú átti hann á LeiðólfsstQÖum undir
Leiðólfsfelli, ok var þar þá mart byggða.“ (Ldn, 326).18 Eins gæti
verið um Þrasa í Skógum, sem Melabók og Sturlubók segja, að hafi
búið í Skógum eystri, en Hauksbók að hann hafi búið á Bjallabrekku
og að þar heiti nú Þrasastaðir. (Ldn, 338-339). Þrasi hefur búið í
Skógum, en átt annað bú á Þrasastöðum.
Um Ófeig gretti og Þormóð skapta er sagt (Ldn, 380), að þeir hafi
verið „enn fyrsta vetr með Þorbimi laxakarli mági sínum. En um várit
gaf hann þeim Gnúpverjahrepp.“ Ófeigur bjó á Ófeigsstöðum hjá
Steinsholti, en Þormóður skapti í Skaptaholti. Sennilegt er, að Ófeig-
ur hafi búið í Steinsholti frá upphafi, en annað býli honum kennt
hafi verið á jörðinni. Ófeigsstaðir vora til sem hjáleiga frá Steins-
holti, en fór í eyði snemma á öldum. (Jarðabók II, 224).19 Við ritun
Landnámu hefur sá skilningur verið ríkjandi, að menn hafi hlotið að
að búa á þeim stöðum, sem við þá vom kenndir, en þannig hefur það
ekki verið á landnámsöld.
Ýmis dæmi eru um það í Landnámu, að staða-bæimir séu nefndir
í sambandi við aðra bæi eða ömefni og staðfærðir þannig nánar. Eitt
dæmið er um bæ Geirmundar heljarskinns, en sagt er, að „hann bjó
á GeirmundarstQÖum undir Skarði“ (Ldn, 153). Hér er annaðhvort
um að ræða ömefnið Skarð, sem bærinn er við kenndur, eða bæinn
Skarð, sem Geirmundarstaðir heyri undir. Skarð er sem kunnugt er
18 Hér er vitnað til íslenzkra fornrita I, (Rvk. 1968) með skammst. Ldn.
19 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Kmh. 1913-1943).