Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Síða 266
246 Svavar Sigmundsson
■s/aða-nöfnum, langtum færri en ætti að vera tiltölulega. Landnáma
nefnir aðeins Silfrastaðahlíð í Skagafirði.
2) Oft er tekið fram, að þama heiti nú þessu og þessu staða-nafni
og að menn á 13. öld hafi haft vitneskju um að þessi nöfn vom yngri.
3) Landnáma gerir mun á byggðum og óbyggðum staðanöfnum,
þannig að notuð er forsetningin á ef bærinn var þá byggður, „þar heitir
nú á Sigmundarst9ðum“, en t. d. „þar heita nú Qlvisstaðir“ ef bær-
inn hefur verið í eyði.
„Þetta er aftur öflug stoð fyrir því, að stóða-nöfnin vom í fyrstunni
ekki bæjanöfn“, segir Kuhn.20
Að mínu áliti verður þessi meginniðurstaða Kuhns að teljast rétt,
en að vísu á öðmm forsendum en hann ætlar, því að ekki kemur til
mála að eins mörg býli hafi farið í eyði og hann telur. En honum er
ljós sérstaða staða-nafnanna í kerfi bæjanafnanna.
Þegar Landnáma verður til, em staðirnir orðnir að föstum nöfnum,
enda jarðimar orðnar „eign“ í kirkjulegum skilningi miðalda. Ekki
er ljóst hvenær þetta gerðist, en það fylgir kristninni að líta á jörð sem
eign, og með tilkomu tíundar er einstaklingsbundinn eignarréttur á jörð
lögfestur. Staðreynd er, að staða-bæimir em yfirleitt lögbýli, og meg-
inþorri þeirra hefur verið orðinn til um 1100. Aðeins nafnið Jóns-
staðir benda til kristni, en fyrsti Jón sem vitað er um á íslandi, Jón
biskup Ögmundarson, hefur verið fæddur um miðja 11. öld.
Af framansögðu virðist ljóst, að elstu staðir hafa ekki upphaflega
verið tengdir einum ákveðnum stað í landslaginu, og því hefur ekki
verið hægt að kenna þá við sérstök einkenni náttúrannar. Þeir hafa
verið kenndir við þá menn og þær konur, sem réðu þessum eignum.
Um orðið parta gegnir svipuðu máli og um staði. Elsta dæmi um
samsetningu með því orði hefur kvenmannsnafn að fyrri lið, Ólofar-
partar í Skagafirði (IODipl, 51) (1373). Frá síðari öldum em dæmi um
orðið í eintölu, þar sem mannsnafn er sem fyrri liður, t. d. Gunnu-
partur (Jarðabók I, 375) og Þórarinspartur (Jarðabók IV, 99). Síðar
verða partanöfn tengd þeim bæjum er þeir fylgja, t. d. Bakkarholts-
partur, Langholtspartur og Selpartur.
Undantekning frá því að forliður s/acfó-nafns sé mannsnafn er
að sjálfsögðu Hofstaðir, sem em nefndir fjórir í Landnámu, en hafa
verið til fleiri. Nærtækast er þá að skýra Hofstaðina sem eignir hofa,
20 Fyrrnefnt rit, 192.