Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1979, Blaðsíða 267
247
íslensku staða-nöfnin
en ekki staði þar sem hof stóðu. Ólafur Lárusson nefnir einmitt í grein
sinni um kirkjuból,21 að bæir sem kenndir séu við hof séu nokkuð
víða í 3-12 km fjarlægð frá höfuðbólum, sem sum með vissu hafi verið
aðsetur fomra goðorðsmanna. Hann nefnir þessi dæmi: Hofstaðir í
Garðahreppi (Reykjavík), Hofstaðir í Hálsasveit (Breiðabólstaður),
Hofstaðir í Stafholtstungum (Stafholt), Hofstaðir á Mýram (Borg),
Hofstaðir í Miklaholtshreppi (Staður á Ölduhrygg), Hofstaðir í Helga-
fellssveit (Helgafell), auk nafnanna Hofgarðar í Staðarsveit (Staður
á Ölduhrygg) og Hofakur í Hvammssveit (Hvammur).
Út frá þessu ályktaði Ólafur, að það hefði verið venja að hafa hof
í nokkurri fjarlægð frá heimili goðans og að þessarar venju hefði gætt
þegar fyrirmenn sveitanna tóku að byggja kirkjur fyrst eftir að kristni
kom í landið.22
Þessari skýringu verður að hafna, ef haft er í huga, að hof hafa
ekki staðið þar sem síðar hétu Hofstaðir heldur hafa það verið jarðir
í eigu hofa, en þau hafa staðið á bæjum goðanna. Vitað er að hofin
áttu jarðeignir, sbr. Hofsteigur á Jökuldal (Ldn, 294) og land það
(,,bjórr“) milli Krossár og Jöldusteins í Fljótshlíð, sem Jörundur goði
lagði til hofs á Svertingsstöðum. (Ldn, 350-51).
Þegar kirkjur fara að eignast heilar jarðir, er ekki um að ræða
staði lengur. Heimajörðin öll með gögnum og gæðum er nú ein óskipt
eign og heitir þá staðurP
Einstöku undantekningar geta verið frá því að mannanöfn séu í
fyrri lið 5/aáfa-nafnanna, en ekki verður rætt um það atriði hér. Hitt
er líka ljóst, að síðar verða til staða-nöin, þar sem staðir eru nánast
sem viðskeyti. Þá er uppranaleg merking í staðir gleymd og geta þá
t. d. náttúrunöfn verið forliðir. Þá getur komið upp nafn eins og Horn-
staðir, sem liggja í homi milli annarra jarða,24 og þá getur lega jarð-
anna eða bæjanna skipt máli um hver fyrri liðurinn er, sem ekki virð-
ist vera í elstu síaða-nöfnunum.
21 Byggð og saga. (Rvk. 1944), 344.
22 Sama rit, 344-45.
23 Sjá Magnús Stefánsson: Saga íslands II. (Rvk. 1975), 76.
24 Sjá Gösta Franzén: Laxdælabygdens ortnamn. (Uppsala 1964), 27.