Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 14
12
Ásta Svavarsdóttir
hann geri okkur auðveldara að skilja á milli hljóðanna. Dreifing
hljómenda í þessum klösum styður því ekki beinlínis greiningu /1/ sem
[-samfellt] en hún mælir heldur ekki á móti henni. Svipað er uppi
á teningnum í framstöðuklösum með [s] sem allir eru þriggja sneiða,
a. m. k. í framburði, því ævinlega fer lokhljóð eða vottur af lokhljóði,
e. k. sníkjuhljóð með sama myndunarstað og eftirfarandi hljómandi,
á milli hans og 5-ins. Einnig hér hefur /r/ mesta dreifingu, því næst
/V og loks nefhljóðin:
(4) sþm- *sþn- sþl- sþr-
*s$m- s^n- s^l- s^r-
* O sgm- O sgn- ??sgl- o sgr-
Naumast er hægt að líta á [sgl-] sem leyfilega hljóðskipun í íslensku
en þó má benda á orðmyndina sklokr sem Helgi Guðmundsson (1960)
hefur fjallað um. Venja er að telja lokhljóðið í [sþm- s$n- s$l-] sníkju-
hljóð og með samanburði við (3) má sjá að þetta eru einmitt klasar
sem eru óleyfilegir að 5-inu slepptu og væri e. t. v. rétt að skoða þá
sem baklæg #sm- sn- sl-#. Fækkaði þá kostunum í (4) og sérstaða
/r/ kæmi betur í ljós en klasinn [sþl-] tengir eftir sem áður /\/ og /r/
og kemur í veg fyrir að hægt sé að draga róttækar ályktanir um eðlis-
mun þeirra.
2.2 Bakstöðuklasar
í bakstöðu mynda hljómendur fjölbreytilegri klasa en í framstöðu
því þar standa þeir ekki einungis með lokhljóðum og önghljóðum
heldur líka hver með öðrum: kuml, form (sjá Sigurður Konfáðsson
1980:19-25). Dreifing /m/ er takmörkuð líkt og í framstöðu og verður
ekki fengist um það hér en athyglinni beint að blaðmynduðu hljóðun-
um þremur. /l/ og /n/ geta staðið aftast í bakstöðuklösum á eftir öllum
þeim lok- og önghljóðum sem þar koma fyrir: vopn/ofn ([(h)þn]),
vatn/steinn ([(h)$g]), líkn/ógn ([(h)gn]); japl/afl, rjátl/stóll, kukl/
tagl; auðn, jóðl.3
3 Sem sjá má er hér miðað við framburð. Sé gert ráð fyrir að í sumum tilvikum
séu samhljóðasamböndin afleidd með aðblástursreglu eða regiu sem breytir baklægum
#nn ll# í [dn dl] við tilteknar aðstæður er hægt að setja upp eftirfarandi tveggja sneiða
klasa í baklægri gerð: #pn bn tn kn gn pl bl tl kl gl ðn ðl#. Um samböndin [bn bl[
er fjallað síðar í kaflanum.