Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 15
Samfellt eða ekki samfellt? 13
Öðru máli gegnir um /r/. Það kemur bara fyrir í bakstöðu á eftir
samhljóði, einu eða fleirum, í nafnorðum sem mynduð eru af sögn
með því að fella niður nafnháttarendinguna: klifr<—klifra, sötr<—
sötra, dekstrt—dekstra o. s. frv. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti
slíkra orðmynda og fárra nafnorða af þessu tagi er getið í orðabókum
(sbr. Sigurður Konráðsson 1980:28-30). Það er þó augljóslega ekkert
athugavert við orðmyndunina sem slíka, í málinu er fjöldi nafnorða
sem mynduð eru á þennan hátt, t. d. tal, hopp, bruðl. Fyrirstaðan
liggur í tilteknum samhljóðaklösum sem lenda í bakstöðu þegar sagn-
endingin er felld brott, ekki aðeins klösum sem enda á /r/ heldur líka
önghljóðunum /v/ og /j/. Nokkuð hefur verið fjallað um þessa klasa
(t. d. Oresnik 1978) og Helgi Bernódusson (1978) kannaði t. a. m.
hvaða leið fólk veldi til að mynda nafnorð af sögnum með samhljóði
+ /v j r \f í stofni. I ljós kom að fáir beittu einfaldri brottfellingu
nema þegar klasinn endaði á f\j\ dangl, rangl, vöðl, þ. e. a. s. þegar
fram komu bakstöðuklasar sem eru tiltölulega algengir í málinu. Þann-
ig skáru orð með [-lv] sig einnig úr, t. d. mölv, bölv, en framburður
þeirra samsvarar einmitt framburði orða eins og tólf. Hins vegar gætti
greinilegrar tregðu til að framkalla aðra klasa þótt þeim brygði fyrir.
Sé einungis litið á /r/ í bakstöðu eftir samhljóði kemur það tæpast
fyrir í athuguninni nema í orðunum flögr og hamr, þ. e. a. s. á eftir
einu rödduðu samhljóði. Það er sem sagt ekki hægt að vísa tilvist bak-
stöðuklasa með /r/ á bug en þeir hafa augljósa sérstöðu gagnvart
klösum með f\/ og /n/. .
Tvennt skiptir einkum máli hér. I fyrsta lagí ólík dreifing hljómenda
í þessari stöðu. Sérstaða /r/ bendir til þess að það hafi einhvern eigin-
leika sgm hinir hafa ekki (eða öfugt, þeir hafi sameiginlegan eiginleika
sem /r/ skortir). I öðru lagi vekur það athygli að /r/ á það sammerkt
með önghljóðunum /v/ og /j/ að geta ekki staðið á eftir samhljóði í
bakstöðu. Eðlilegast virðist að rekja þetta til þess að öll eru þau
[+samfelld] og sé það rétt vantar skýringu á ólíkri dreifingu /1/ ef það
er einnig talið samfellt. Sé f\J hins vegar [-samfellt] má skýra muninn
á einfaldan hátt og einnig að það hefur sömu dreifingu og /n/.
2.3 Innstöðuklasar
Loks má athuga sambönd hljómenda og annarra samhljóða í inn-
stöðu. Klasarnir eru þeir sömu og bakstöðuklasarnir sem fjallað var