Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 16
14
Asta Svavarsdóttir
um hér á undan en þá má skoða undir dálítið öðru sjónarhorni. Eirík-
ur Rögnvaldsson (1984:64-65) bendir á að í slíkum klösum sé fylli-
dreifing á milli raddaðra önghljóða og samsvarandi ófráblásinna lok-
hljóða í baklægri gerð, við höfum #nd# en ekki *#nð#, #ðn# en
ekki *#dn# o. s. frv. Munur á dreifingu hverfur í sumum tilvikum
á yfirborði fyrir tilstilli hljóðkerfisreglna, t. d. er hvort tveggja til,
[ðn] (roðna) og [$n] ([s$ei$g] <—#stein+n#), en það skiptir ekki máli
hér. Athyglisvert er hvernig dreifingu lokhljóða og önghljóða er hátt-
að í sambandi við einstaka hljómendur. Meginreglan er sú að með
/r/ fari önghljóð en lokhljóð með /n/ að undanskildum samböndunum
#rg# (orga) og #ðn# (auðn). Með /1/ er þetta breytilegra.
Þegar hljómandinn fer á eftir samhljóði er það ávallt önghljóð í
sambandi við /r/: sigra, naðra, slafra. A undan f\/ og /n/ stendur ýmist
önghljóð: bráðla, bráðna, eða lokhljóð: sigla, signa, tefla, efni. Mynd-
unarstaður virðist hafa einhver áhrif á dreifinguna sem er sú sama
með báðum hljómendunum. Hér er gert ráð fyrir baklægu lokhljóði
í orðum eins og tafl, tagl þar sem klasinn er stofnlægur og því engin
víxl lokhljóðs og önghljóðs á yfirborði. Þar af leiðandi verður dreifing
lokhljóða/önghljóða í ofangreindum dæmum hljóðskipunarlegt atriði.
Væri gert ráð fyrir afleiddu lokhljóði hvar sem samböndin [gl gn þl
þn] koma fyrir yrði munur á dreifingu aftur á móti rakinn til hljóðkerf-
isreglu sem virkaði á undan /\ n/ (sbr. 3.5 hér á eftir). Hér skiptir
ekki máli hvor leiðin er farin, í báðum tilvikum kemur fram sams
konar munur á dreifingu lokhljóða/önghljóða. Það mikilvægasta varð-
andi vensl hljómenda er að dreifingin er sú sama með /n/ og /l/ en
önnur á undan /r/ þannig að eitthvað virðast hin fyrrnefndu eiga sam-
eiginlegt andstætt sveifluhljóðinu.
Forvitnilegt er að skoða dreifinguna með tilliti til þáttagildis hljóð-
anna. Munur önghljóða þeirra og lokhljóða sem um ræðir felst í því
að þau fyrrnefndu eru rödduð og samfelld en hin ekki. Röddunarþátt-
urinn getur tæpast ráðið nokkru um mismunandi dreifingu hljómenda
því gera má ráð fyrir að þeir séu allir raddaðir í baklægri gerð. Því
má ætla að þátturinn [samfellt] sem einnig hefur tvenns konar gildi
meðal hljómenda komi á einhvern hátt við sögu. Sé gert ráð fyrir
að /l/ sé [-samfellt] reynist líka tiltölulega einfalt að lýsa dreifingunni
með tilvísun til hans: