Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 20
18
Asta Svavarsdóttir
lengdarregluna (eða reglurnar) sem slíka heldur skulum við beina
athyglinni að síðara sæti klasanna og sambandi hljóðanna sem þar
koma fyrir.
Hvað eiga /v j r/ sameiginlegt? Öll eru þau rödduð en svo er um
fleiri hljóð, þ. á m. alla aðra hljómendur. Þau eru líka öll [+samfelld]
en það eru fleiri samhljóð, t. d. /ð y/. í fljótu bragði virðist sá þáttur
því ekki koma til greina heldur sem sameiginlegt kennimark. Við nán-
ari athugun kemur þó í ljós að þau hljóð önnur sem þáttamerkingin
[+samfellt, +raddað] gæti tekið til koma alls ekki fyrir í þessari stöðu5
— nema þá /1/ — og þar af leiðandi óþarft að gera ráð fyrir aðgrein-
ingu frá þeim. Sé /l/ talið [-samfellt] er hægt að einangra /v j r/ sem
einu hljóðin í þessari stöðu sem eru [+rödduð, +samfelld] en að
öðrum kosti verður ekki komist hjá því að bæta [-hliðmælt] við. Það
einfaldar því lýsinguna ef /I/ er ekki samfellt. Þar við bætist að í þessari
stöðu hefur /l/ sömu áhrif og nefhljóðin.
3.2.2 Aðblástur og sníkjuhljóð
Sé litið á klasa /p t k s/ og annarra hljómenda en /r/ kemur í ljós
hliðstæð hegðun hvort sem síðara hljóðið er nefhljóð eða /1/. A undan
slíkum klösum er ævinlega stutt sérhljóð en munur er á þeim eftir
því hvort á undan hljómandanum fer lokhljóð eða /s/.
Á undan lokhljóðsklösunum kemur fram aðblástur: vatn, epli, ekla,
rytmi [vah$g, ehþll, ehgla, rlhþml]. í þessum dæmum eru bæði sam-
hljóðin stofnlæg og þar sem engin víxl koma þá fram í orðunum mætti
halda því fram að aðblásturinn væri baklægur (og dreifing hans þá
hljóðskipunarlegt atriði). Hins vegar er fjöldi dæma um víxl í mismun-
andi orðmyndum: lœkurinn : læknum, látinn : látnir, kúpull : kúplar,
mikill: miklir þar sem á undan lokhljóðinu einu er langt sérhljóð og
enginn aðblástur en um leið og /\j eða /n/ lendir strax á eftir því kemur
fram stutt sérhljóð og aðblástur. Hliðstæð dæmi eru um lokhljóð á
undan /r/ en þar koma engin slík víxl fram heldur alltaf langt sérhljóð
(sbr. 3.2.1): stakir : stakra (ef. flt.), latir : latra o. s. frv. Líkur eru
á að lengd og tilkoma aðblásturs séu á einhvern hátt tengd og má
benda á tvenns konar framburð orðsins líklega [li: gle(:)Ya]/[lihgjeya]
því til stuðnings; þegar orðhlutaskilin veiklast eða hverfa stendur #-kl-#
5 Höskuldur Þráinsson benti mér á þetta.