Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Síða 22
20
Ásta Svavarsdóttir
/r/ er ævinlega óraddað í þessari stöðu í íslensku óháð því hvaða
hljóð fer á eftir og hvort það er stofnlægt eða ekki. Ekki er heldur
um neinn mállýskumun að ræða varðandi /r/. Þetta skapar sveiflu-
hljóðinu ákveðna sérstöðu gagnvart öðrum hljómendum því dreifing
raddaðra og óraddaðra afbrigða þeirra er háð nokkuð flóknari reglum.
Á undan/s/ eru aðrir hljómendur ávallt raddaðir: romsa, hams (ef.),
Hans, svans (ef.), vals, dals (ef.). í þessari stöðu er því skýr munur
á hegðun hljómenda og skipar /1/ sér með nefhljóðunum gagnvart /r/.
Sé hliðarhljóðið [-samfellt] er þetta auðskýrt með þeim þætti einum
en að öðrum kosti þyrfti tvo þætti, [-nefkv., -hliðm.], til að einangra
M-
Afröddun /m n 1/ á undan /p t k/ er sem kunnugt er mállýskubundin.
í ,,sunnlensku“ eru þau öll órödduð og því enginn munur á þeim og
/r/ í þessari stöðu. í norðlensku eru reglur um dreifingu framburðaraf-
brigða flóknari. Sem fyrr segir er /r/ ávallt óraddað. Hins vegar eru
nefhljóðin alltaf rödduð á undan öllum þessum hljóðum í munni þeirra
sem hafa ,,raddaðastan“ framburð.6 7/!/ skipar sér svo mitt á milli, það
er raddað á undan /p k/ en að jafnaði óraddað á undan /x/.1 Höskuldur
Práinsson (1980:259-260) hefur sýnt fram á það að í s.k. blönduðum
framburði megi greina ákveðna þróun sem skýra megi sem einföldun
á afröddunarreglunni. Fyrst afraddast /l/ alveg, óháð því hvaða hljóð
fer á eftir, og síðan taka nefhljóðin að afraddast uns ,,sunnlenska“
stiginu er náð. Þótt beinar heimildir skorti má leiða líkum að því að
fyrsta stig afröddunar hafi verið líkt og nú er á undan /s/, þ. e. a. s.
að einungis /r/ afraddist. Síðan taki /\/ að afraddast líka, fyrst bara
í tilteknu umhverfi en síðan almennt, og loks afraddist nefhljóðin líka.
Miðað við þrjú meginstig í sögu afröddunarreglunnar (raddaður
framburður eins og hann gerist hreinastur nú væri þá millistig) mætti
lýsa hljóðunum sem afraddast á eftirfarandi hátt, annars vegar ef /l/
er [+samfellt], hins vegar ef það er [-samfellt]:
6 Að sjálfsögðu er hér um nokkra einföldun að ræða þar sem horft er fram hjá
öllum millistigum, s.k. blönduðum framburði (sjá Björn Guðfinnsson 1964). l>au má
væntanlega skýra með því að afröddunarreglan sé að einhverju leyti valfrjáls á vissum
stigum.
7 í munni sumra þeirra sem hafa raddaðan framburð er /l/ sem kunnugt er ýmist
raddað eða óraddað á undan /t/. Ræðst það í höfuðatriðum af því hvort bæði eru stofn-
læg (óraddað) eða orðhlutaskil á milli þeirra (sjá Baldur Jónsson 1982). Þetta er látið
liggja milli hluta hér eins og önnur millistig.