Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 24
22
Ásta Svavarsdóttir
í eintölu sterkra karlkynsorða, bæði nafnorða og lýsingarorða, sé #r#
(sjá t. d. Eiríkur Rögnvaldsson 1981:37). Þannig væri t. d. grunnmynd
orðsins hestur #hest+r# en síðan kæmi til hljóðkerfisregla sem skýtur
inn [Y] á milli stofns og endingar. f öðrum orðum væru annars konar
hljóðkerfisreglur að verki. Sé afleiðsla nefnifallsmynda með þessum
hætti bendir hún að ýmsu leyti til nánari skyldleika /n/ og f\/ en
greining þess síðarnefnda sem [+samfellt] gefur til kynna. Jafnframt
er áberandi munur á orðum sem hafa /l/ og /r/ sem bakstöðuhljóð
í stofni. Verða nú rakin nokkur dæmi um þetta.
3.4.1 Samlögun eða brottfall?
Einkvæð orð sem hafa tvíhljóð, /í/ eða /ú/ sem stofnsérhljóð á undan
blaðmynduðum hljómanda skiptast í tvö horn eftir því hvort samhljóð-
ið er /n 1/ eða /r/: #stein+r, fúl+r, vír+r# steinn, fúll, vír. í fyrra
tilvikinu samlagast fyrst endingin undanfarandi hljóði og síðan verður
e. k. frálíking (dissimilation) sem breytir #nn ll# í [$n ^)] en í því
síðara fellur endingin brott. Ekki þarf að koma á óvart að orð með
/m/ í stofni hagi sér öðru vísi (gómur) því það er eini hljómandinn
sem hefur annan myndunarstað.
Hvernig má skýra mismunandi hegðun nefnifallsendingarinnar í
grennd við blaðmyndaða hljómendur? Kemur þátturinn [samfellt] og
gildi hans þar við sögu? Við fyrstu sýn virðist óþarfi að gera ráð fyrir
því, brottfall verður þegar um sama hljóð er að ræða í stofni og end-
ingu en að öðrum kosti samlagast endingin stofnhljóðinu óháð því
hvort það er samfellt eða ekki. Nokkur atriði benda þó til þess að
gildi þáttarins [samfellt] ráði nokkru um yfirborðsmynd nefnifallsins
og styðja um leið greiningu /1/ sem [-samfellt]. f fyrsta lagi fæli sam-
lögun við /n/ og /\/ í sér mismarga þætti ef hið síðarnefnda væri
[+samfellt] eins og /r/ og því ekki um nákvæma samsvörun að ræða,
í fyrra tilvikinu breyttust tveir þættir en einungis einn í því síðara.
f öðru lagi má nefna að við frálíkinguna sem fylgir í kjölfar samlögun-
ar breytist fyrra hljóðið í lokhljóð hvort sem um er að ræða #11#
eða #nn#. Það er ekki óeðlilegt ef bæði hljóðin eru þegar [-samfelld],
þá felur breytingin fyrst og fremst í sér missi þáttarins [+hljómandi]
því líta má á [+nefkveðið] og [+hliðmælt] sem fylgifiska hans þar
sem þeir koma ekki fyrir með öðrum hljóðum. í þriðja lagi má benda
á að brottfall verður ekki einungis á eftir /r/ heldur einnig /s/: #ís+r,