Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 25
23
Samfellt eða ekki samfellt?
hás+r#—»í.s, hás. Þessi hljóð eiga það sameiginlegt að vera
[+samfelld] hvað sem sameinar þau að öðru leyti. Loks er hægt að
bera nefnifallsmyndirnar saman við aðrar myndir með /r/ í endingu,
þ. e. a. s. ýmsar aukafallsmyndir lýsingarorða svo og miðstig. I slíkum
myndum verður aldrei brottfall: #stór+ra, fær+ri, hás+rar# —> stórra
(ef. flt.), færri (kvk. þgf. et.), hásrar (kvk. ef. et.). Hins vegar verður
samlögun við bæði j\j og /r/ hliðstætt því sem gerist í nefnifalli karlkyns-
orða: #hál+ra, sein+ri, fín+rar# -* hálla (ef. flt./mst.), seinni
(kvk. þgf. et./mst.),/i««ar (kvk. ef. et.). Þetta mælir gegn því að nokk-
urt samband sé á milli brottfalls og samlögunar/frálíkingar og bendir
um leið til þess að /[/ og /n/ hafi eitthvert sameiginlegt einkenni um-
fram /r/.
3.4.2 Brottfall eða [Y]-innskot?
Einkvæð orð með einhljóð annað en /í/ og /ú/ í stofni og hljómanda
einan á eftir skiptast einnig í tvennt eftir því hvort samhljóðið er /r/
eða /\ n/: #her+r, vin+r, gul+r# —» her, vinur, gulur. Á eftir /r/
verður brottfall eins og í orðunum sem fjallað var um hér á undan
en á undan /1 n/ er skotið in [y] á milli stofns og endingar. Vegna
brottfallsreglunnar væri æskilegt að geta greint /r/ frá öðrum hljóm-
endum á sem einfaldastan hátt og eins og fyrr hefur komið fram auð-
veldar greining/[/ sem [-samfellt] það. Hins vegar gefa umræddar orð-
myndir enga ljósa vísbendingu um gildi þáttarins sem slíks. Inn-
skotsreglan er afar víðtæk og er síður en svo neitt séreinkenni orða
með nef- eða hliðarhljóð í enda stofns (sjá t. d. Eiríkur Rögnvaldsson
1981:37; 1984:70-71) og hún verkar óháð því hvort stofn endar á
samfelldu hljóði eða ekki: sigur, garður, gæfur, hópur, söngur,
latur.
Áður en skilið er við einkvæð orð er rétt að benda á að brottfall
verður stundum á eftir /1 n/ líkt og á eftir /r/. Það gerist þó því aðeins
að stofn endi á samhljóðaklasa: #fugl+r, vagn+r, kubl+r, hrabn+r#
fugl, vagn, kufl, hrafn.9 Þessi dæmi breyta því engu um stöðu/l n/saman
gagnvart /r/ (sem kemur ekki fyrir í slíkum klösum eins og fram kom
í 2.2).
9 Eiríkur Rögnvaldsson (1984:72) lítur svo á að í slíkum orðum verði fyrst samlögun
eins og í heill, hreinn og síðan brottfall: #fugl+r# —> #fugl+l# -> [fugl].