Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Qupperneq 26
Asta Svavarsdóttir
24
3.4.3 Tvíkvæðir stofnar
í nefnifalli tvíkvæðra nafnorða og lýsingarorða kemur fram svipuð
þróun og í einkvæðu orðunum sem fjallað var um í 3.4.1, á eftir /r/
fellur endingin brott en samlagast undanfarandi /1 n/: #hamar+r,
fayur+r, jökul + r, lítil+r, morgun + r, findin+r#—*hamar, fagur,
jökull, lítill, morgunn, fyndinn. í þessari stöðu er hins vegar sá munur
á hegðun /l/ og /n/ að frálíking fylgir í kjölfar samlögunar við hið fyrr-
talda, #11# —> [þ[], en ekki það síðarnefnda: [li:þlþ]J : [morgYn(:)].
Þetta þarf þó ekki að mæla gegn því að /1/ sé [-samfellt] eins og nef-
hljóðin því það hefur vitaskuld sérstöðu sem [-nefkveðið, +hliðmælt].
3.5 Víxl lokhljóðs og önghljóðs
í 2. kafla var fjallað um dreifingu raddaðra önghljóða og samsvar-
andi ófráblásinna lokhljóða í stofnlægum samhljóðaklösum. Hér verða
rakin nokkur dæmi um víxl slíkra hljóða í mismunandi myndum sama
orðs.
I tvíkvæðum nafnorðum og lýsingarorðum fellur áherslulausa sér-
hljóðið brott á undan endingum sem hefjast á sérhljóði. Þegar sam-
hljóð í áhersluatkvæði er varamælt eða gómmælt önghljóð breytist það
í samsvarandi lokhljóð ef samhljóðið í áherslulausa atkvæðinu er /1/
eða /n/: #havin+ir, trevil+ar, veyin+ir, þöyul+ir# —» #havn+ir,
trevl+ar, veyn+ir, þöyl+ir# —* [haþnlr, threþlar, veignlr, þögllr] (flt.
af hafinn, trefill, veginn (lo.), þögull). Sé hins vegar /r/ í áherslulausa
atkvæðinu koma ekki fram nein víxl, þá er raddað önghljóð jafnt í
samandregnum sem ósamandregnum orðmyndum: fagur, lifur : fagrir,
lifrin [fayrlr, llvrln]. Sé rétt að /l/ sé [-samfellt] má skýra lokhljóðin
á undan því og/n/ sem fullkomlega eðlilega samlögun með tiltölulega
einfaldri reglu:
(9)
C
— hljóm.
—blaðm.
[-samf.] /_
t+hljóm.l
—samf. j
Þar sem /ð/ lokhljóðast ekki eins og önnur önghljóð (sbr. vaðall :
vaðli) þarf að útiloka það með þættinum [-blaðmyndað]. Sé hins vegar
hliðarhljóðið samfellt eins og /r/ er vandskýrt hvers vegna lokhljóð
kemur fram á undan því fyrrnefnda en ekki hinu auk þess sem sam-
lögunareiginleiki breytingarinnar hyrfi. Umrædd víxl styðja því ágæt-
lega greiningu /1/ sem [-samfellt].