Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 28
26
Asta Svavarsdóttir
Myndunarlega eiga hljómendur það sameiginlegt að myndunarhátt-
ur þeirra allra er að einhverju leyti blandaður. Nefhljóð myndast við
lokun í munni en opnu í nefi, hliðarhljóðið með lokun við tannberg
en öng til annarrar eða beggja hliða, [r] við sveiflur sem hefur verið
lýst þannig að „lokun og öng skiptast hratt á“ (Arni Böðvarsson
1975:74). Sá munur er því á hljóðunum að við myndun nefhljóða og
[1] eru báðir myndunarhættir að verki á sama tíma en taka hvor við
af öðrum við myndun [r]. Stefán Einarsson (1945:12) leggur megin-
áherslu á angarmyndunina í [1] og líkir því ásamt [r] við önghljóð en
jafnar nefhljóðum hins vegar við lokhljóð. Gómmyndir (palatograms)
hans virðist þó mega túlka á annan veg hvað varðar líkindi einstakra
hljóða:
Mynd 1: Gómmyndir (palatograms) sem sýna hvar tungan snertir góminn (skyggðu
svæðin) við myndun [n], [1], [r] og [s, z] (Stefán Einarsson 1945: 12a).
Eins og myndin sýnir er lokun talsvert ákveðnari í hliðarhljóðinu en
sveifluhljóðinu. Stærð hennar, staðsetning og lögun er áberandi lík
lokuninni við [n] í ana ef einungis er horft á fremri hluta munnholsins
því munur hljóðanna kemur vitaskuld fram í því að loftstraumurinn
kemst út til hliðanna við myndun [1]. Einnig má sjá talsverð líkindi
með [r] og önghljóðunum [s] og [z] í sama, vansa, og virðast þau
stórum meiri en líkindi þess fyrrnefnda við [1].
Við þetta má bæta að mælingar Magnúsar Péturssonar (1974), sem
einkum byggjast á röntgenkvikmyndum af starfsemi talfæranna við
myndun hljóða, sýna að lokun er ekki einungis óstöðugri við myndun
[r] en annarra hljómenda heldur snertir tungubroddurinn góminn (le
plan sagittal) á afar litlu svæði (tæplega 1 mm; 1974:158), mun minna
en við myndun bæði [n] (1,5 mm; 1974:154) og [1] (2 mm; 1974:155).
Um síðastnefnda hljóðið segir Magnús á sama stað: ,,Sur le plan sag-
ittal médian la consonne [1] a la forme d’une consonne occlusive“.
Af framansögðu má sjá að [1] er í ýmsum atriðum ekki síður líkt [n]