Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 32

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 32
30 Asta Svavarsdóttir og/n/. Það síðastnefnda á einnig við um þátíðarviðskeytið (3.1). Sam- anburður á hljóðfræðilegum einkennum umræddra hljóða, myndunar- legum og hljóðeðlisfræðilegum, leiddi ekki neitt það í ljós sem mælti gegn greiningu /1/ sem [-samfellt] svo framarlega sem miðað er við lokun um miðlínu munns. Auk þess virðist [1] að ýmsu leyti hljóðfræði- lega líkara [n] en [r] (4. kafli). Að öllu samanlögðu virðist því rétt að skoða (Xj í íslensku sem [-samfellt] hljóð. Nú má spyrja hvaða almenn áhrif umrædd breyting á þáttagreiningu /\/ í íslensku cg breytt skilgreining þáttarins [samfellt] sem henni er samfara hefur í hljóðkerfisfræði. Venjulega er gert ráð fyrir því að hljóðþættirnir séu algildir (universal) í tungumálum heims (sjá t. d. Chomsky & Halle 1968:295, 297 o. v.). Er þá hægt að breyta skil- greiningu einhvers þeirra til hagræðis við hljóðkerfislýsingu eins máls án þess að öll önnur tungumál fylgi í kjölfarið? Því verður ekki svarað hér en tvennt virðist koma til greina. Athugasemdir Chomsky & Halle (1968:318) sem getið var um í inngangi benda til þess að fleiri málum sé eins farið og íslensku. Vera má að nákvæm hljóðkerfisleg og hljóð- fræðileg athugun á fleiri málum leiddi til sömu niðurstöðu og hér er fengin, að j\/ sé í rauninni [-samfellt] og því beri að breyta skilgrein- ingu þáttarins í samræmi við það. Ef hið sama er uppi á teningnum í öllum málum væri einungis um endurskoðun að ræða og þátturinn eftir sem áður algildur. Annar möguleiki er sá að mál reyndust ólík að þessu leyti, í sumum virtist /\/ vera samfellt en ekki í öðrum. Það þyrfti ekki að koma í veg fyrir það að þátturinn sem slíkur væri talinn algildur, en gera yrði ráð fyrir því að hann gæti verið skilgreindur á mismunandi hátt í ólíkum tungumálum. Vel virðist mega hugsa sér að hljóðþættir hafi einhver höfuðeinkenni sem séu algild og óumbreyt- anleg en síðan séu þeir lagaðir að einstökum tungumálum í smærri atriðum, e. t. v. innan tiltekinna (algildra) marka. Einhverjum kann að þykja mörgum orðum hafa verið eytt að litlu efni og smásmyglin keyri úr hófi fram þegar heil grein snýst að mestu um eitt einasta hljóð. Því er til að svara að traust þáttagreining hlýtur að vera undirstaða traustrar hljóðkerfislýsingar og eins og fram hefur komið ve^ða ýmis fyrirbæri auðskýrðari (innan ramma reglumálfræði) í ljósi þeirra niðurstaðna sem fengist hafa. Auk þess er /\/ merkilegt hljóð að mörgu leyti og á sér merka sögu í íslensku (sbr. Jakob Bene- diktsson 1960; Ásgeir Blöndal Magnússon 1981). Það er því allrar at- hygli vert.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.