Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 35
ÁSTA SVAVARSDÓTTIR, GÍSLI PÁLSSON, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON
Fall er fararheill
Um fallnotkun með ópersónulegum sögnum
0. Inngangur
Hefðbundnar erlendar mállýskurannsóknir hafa sýnt að víða er all-
mikill munur á máli fólks, sem býr við svipaða félagsstöðu. Einnig hafa
þær leitt í ljós, að sjaldan er mál eins einstaklings dæmigert fyrir málfar
þess hóps sem hann tilheyrir. Meðal annars af þessum ástæðum hefur
jafnan verið litið svo á að ýmis afbrigði í daglegu máli séu fullkomlega
handahófskennd, að þau séu „frjáls“ eða óháð félagslegum þáttum (sjá
Trudgill 1974:39). Viðhorfa af þessu tæi hefur gætt í umræðu manna
hérlendis um svonefnda þágufallssýki.
Fyrr á árum fjölluðu mállýskurannsóknir nær eingöngu um land-
fræðileg skil í málnotkun. Menn freistuðu þess að draga mörk mál-
lýskusvæða, en hirtu minna um að kanna málafbrigði innan svæðanna.
Framburðarrannsókn Björns Guðfinnssonar um 1940 er dæmi um
þetta. Birni var þó ljóst að framburður innan sama héraðs var ekki
alltaf sá sami:
Þráfaldlega bar það við, að menn miðuðu um of við framburð
sjálfra sín og töldu sama framburð ríkjandi í heilum héruðum.
Stundum getur þetta verið rétt, en oft er furðumikill munur fram-
burðar í sama héraði, einkum ef það Iiggur á mótum mállýzkna.
Og þó að svo hagi ekki til, getur verið um margs konar mun að
rœða í ýmsum minni háttar atriðum (Björn Guðfinnsson 1946:
128; leturbreyting okkar).
Þótt munur framburðar væri „furðumikill“ var sjaldan gerð tilraun til
að kanna hverju það sætti. Raunar hafa flestir íslendingar gert ráð fyrir
að íslenska sé heildstætt mál og beiting tungunnar sé óháð félagsleg-
um skilum. Baldur Jónsson heldur því til að mynda fram (1978:6), að
ekki sé hægt „að ráða af málfari manns, hvernig hann er efnum búinn,
hvar hann stendur í mannvirðingarstiganum, eða hvers konar störf
hann stundar“.
Hins vegar er sú skoðun að málfar borgarbúa sé verra en tungutak
Islenskt mál VI 3