Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 36
34
Ásta, Gísli og Þórólfur
sveitafólks. Margir virðast sammála því sem Einar Benediktsson skrif-
aði fyrir nálega sjötíu árum (1952:323): „hér hefur almenningur til
sveita hreinni og vandaðri framburð heldur en yfirstéttin, og mun það
vera eins dæmi“. Hvað sem líður dómum um gott mál og vont, hefur
líka getum verið leitt að því að nýjungar spretti upp í þéttbýli og eigi
aðalheimkynni þar. Þannig segir Baldur Jónsson (1978:6): „.. . mér er
ekki grunlaust um, að ýmis nýtíska í máli manna sé umfram allt stað-
bundið þéttbýlismál Suðvesturlands . .. Er t. d. þágufallssýkin marg-
nefnda sama vandamálið um allt land, eða er hún staðbundin og þá
hvernig?"
Ekki eru allir á eitt sáttir um útbreiðslu þágufallssýkinnar. Sú skoðun
virðist þó eiga vaxandi fylgi að fagna, að hún sé svo almenn að ólíklegt
sé að barátta gegn henni beri nokkurn teljandi árangur, og kennarar
hirða líklega minna um það nú en áður hvort nemendur þeirra eru
þágufallssjúkir eða ekki, þótt ekki séu allir á einu máli um réttmæti
þess (sbr. Halldór Halldórsson 1976). Hitt er sömuleiðis umdeilt hvort
þágufallssýkin sé útbreiddari á meðal sumra þjóðfélagshópa en ann-
arra. Sú skoðun virðist eiga miklu fylgi að fagna að hún sé einstaklings-
bundin og óháð félagslegum skilum (sjá t. d. Halldór Halldórsson
1983), en þeirri skoðun hefur líka verið haldið á lofti að hún sé „senni-
lega skýrasta dæmið um samhengi málfars og þjóðfélagsstöðu“ (Gísli
Pálsson 1979:188). Til einföldunar getum við greint á milli tveggja
meginsjónarmiða í umræðunni um þágufallssýki. Annars vegar er því
haldið fram að útbreiðsla þágufallssýkinnar sé tilviljun háð. Hins vegar
er gert ráð fyrir að frávik frá venjulegri (‘réttri’) fallnotkun séu ekki
tilviljanakennd heldur tengist þau þjóðfélagsstöðu málnotandans með
kerfisbundnum hætti.
í þessari grein verður gerð tilraun til að ganga úr skugga um hvort
fallnotkun með ópersónulegum sögnum sé í raun tilviljun háð. Fyrst
munum við ræða áðurnefnd meginsjónarmið. Síðan verða könnuð
nánar tengsl fallnotkunar annars vegar og félagsstöðu, búsetu, kyns og
námsárangurs hins vegar. Því næst fjöllum við um samband síðari
þáttanna innbyrðis og hlutfallsleg áhrif þeirra á fallnotkun. Að lokum
ræðum við stuttlega þýðingu niðurstaðna okkar í víðara samhengi, með
skírskotun til erlendra rannsókna og hérlendrar umræðu um málbreyt-
ingar og málpólitík.1
1 Greinarhöfundar þakka Birni Bjarnasyni, Helga Bernódussyni og Jóhannesi
Þorsteinssyni fyrir margvíslegar ábendingar, sem að gagni komu við samningu