Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 38
36
Ásta, Gísli og Þórólfur
tungutak þeirra til þess að skeytunum væri beint að lágstéttarfólki.
Höskuldur Þráinsson hefur tekið undir þá skoðun að hugsanlegt sé að
forboðin málafbrigði á borð við þágufallssýkina séu stéttbundin og að
málverndarstarf kunni að skapa „nýjar mállýskur og þá stéttbundnar
fremur en staðbundnar“ (1981:12). Þá hefur Ásta Svavarsdóttir vakið
athygli á (1982:25) að sú hugmynd búi greinilega að baki í sumum
skáldverkum að þágufallssýkin sé stéttbundin. Þær persónur sem minna
mega sín séu látnar vera þágufallssjúkar.
í því skyni að skera úr um það hvernig þessum málum er háttað hér
á landi má setja fram og prófa eftirfarandi tilgátur:
(1)1 Ekkert samband er á milli þágufallssýki og félagsstöðu.
2 Ekkert samband er á milli þágufallssýki og búsetu.
3 Ekkert samband er á milli þágufallssýki og kynferðis.
4 Ekkert samband er á milli þágufallssýki og námsárangurs.
Við hyggjumst prófa þessar tilgátur og leggja þannig mælikvarða
reynslunnar á samband fallnotkunar með ópersónulegum sögnum og
ýmissa félagslegra þátta. Um leið er þessi könnun okkar á fallnotkun
tilraun til að flytja víðtækari umræðu um tengsl máls og samfélags á
íslenskan vettvang.
Sú tölfræðilega úrvinnsla, sem hér er greint frá, er byggð á rann-
sóknargögnum Ástu Svavarsdóttur (1982). Ásta lagði tvennskonar próf
fyrir 206 ellefu ára nemendur, í þeim tilgangi að kanna fallnotkun með
ópersónulegum sögnum. Þá safnaði hún ýmsum upplýsingum um þjóð-
félagsstöðu nemenda. í Viðaukum 1, 2 og 3 er greint frá úrtaki, breyt-
um og prófum. Niðurstöður voru í meginatriðum þær að þágufallssýkin
væri býsna útbreidd, og ekkert benti til að hún væri staðbundin. Svo
virtist einnig sem tíðni þágufallssýki og annars ruglings í fallnotkun
með ópersónulegum sögnum væri hærri á meðal lægstu stétta þjóðfé-
lagsins en hinna og væri það vísbending um félagslegan mállýskumun.
Ályktanir Ástu um tengsl þágufallssýki og félagsstöðu voru byggðar
á samanburði tveggja hópa, þeirra sem höfðu fæstar villur (5 eða færri)
og þeirra sem höfðu flestar villur (13 eða fleiri). Samanlagt töldu hóp-
arnir 89 börn eða 44% þátttakenda og gátu niðurstöðurnar því engan
veginn talist endanlegar hvað þetta atriði varðar, enda var samanburð-
inum fyrst og fremst ætlað að gefa vísbendingu um það hvort eitthvert
samband kynni að vera milli þessara þátta (Ásta Svavarsdóttir 1982:
45). Sú úrvinnsla, sem hér er greint frá, tekur hins vegar til alls úrtaks-