Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 49
Um fallnotkun með ópersónulegum sögnum
47
milli kennaramats og þágufallssýki. Einnig kemur í ljós að marktæk
fylgni er milli félagsstöðu og kennaramats. Nánari athugun, byggð á
margþátta aðhvarfsgreiningu, leiðir í ljós að áhrif þessara tveggja þátta
skarast verulega svo að ekki er auðvelt að skera úr um það hvort fé-
lagsstaða eða námsárangur vegur þyngra sem tölfræðileg skýring á
þágufallssýki, nema þá með því að gefa sér einhverjar forsendur um
„orsakasamband“ þessara tveggja þátta, t. d. út frá röð þeirra í tíma og
einhverjum skynsamlegum kenningum eða rökum. Þar sem við þekkj-
um engin slík rök virðist okkur skynsamlegast að láta liggja milli hluta
allar nánari vangaveltur um það hvernig sambandi þessara tveggja
þátta er háttað. Niðurstaða þessarar umræðu hlýtur því að vera sú, á
þessu stigi málsins, að svipað samband sé á milli þágufallssýki og kenn-
aramats annars vegar og þágufallssýki og félagsstöðu hins vegar.
Tafla 6. Samband þágufallssýki, kennaramats og félagsstöðu
3
-.41
.33
2
-.46
1. Þágufallssýki
2. Kennaramat
3. Félagsstaða
(Allt úrtakið)
Hörgulkenningin er einn þáttur þeirrar málfræði sem gerir ráð fyrir
að ýmis „lýti“ í máli manna séu einstaklingsbundin. Málsvarar þessarar
kenningar hafa gefið í skyn að einhvers konar sýndarsamband sé á milli
málfars og félagsstöðu. Þau börn sem tali vont mál séu frá lágstéttar-
heimilum, en þó eigi stéttarstaðan ekki „sök“ á málfari þeirra. Ástæð-
urnar séu einstaklingsbundnar, sumir eigi „góða“ foreldra og aðrir
ekki. Ef einhver skýring leynist á bak við einstaklingsbundnar villur sé
það vitsmunaskortur, lágt greindar- eða menningarstig. Halldór Hall-
dórsson hefur til dæmis haldið því fram að málvillur stafi af greindar-
skorti (1971). Slík hörgulkenning er víða til umræðu (sjá t. d. Gordon
1981). Niðurstöður okkar gefa ekki tilefni til að vísa hörgulkenning-
unni á bug. Hins vegar hefur námsárangur ekki mikla þýðingu fyrir
villufjölda, ef félagslegum breytum (búsetu og stétt) er haldið föstum.
Með öðrum orðum, ef gert er ráð fyrir að öll börn í úrtakinu séu af
sama kyni og á sama þrepi í þjóðfélagsstiganum er minna samband
milli andlegs atgervis og villufjölda en hörgulkenningin gerir ráð fyrir.