Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Síða 54
52
Ásta, Gísli og Þórólfur
VIÐAUKI 1
Úrtak
Úrtakið (206 nemendur) var þannig valið að því sem næst helmingur barnanna
var af stór-Reykjavíkursvæðinu en hinn helmingurinn af landsbyggðinni. Nemend-
ur voru valdir úr 11 skólum víðsvegar um landið. Reynt var að velja einn bekk í
hverjum skóla sem væri blandaður með tilliti til námsgetu. Rétt er þó að taka
fram að úrtakið er ekki tilviljunarúrtak, þ. e. einstaklingar eru ekki valdir af
handahófi úr þjóðskrá eða einhverri annarri sambærilegri skrá. Allar alhæfingar,
sem byggðar eru á niðurstöðum okkar, verður því að taka með nokkrum fyrirvara.
Tafla I sýnir samsetningu úrtaks eftir kyni og búsetu.
Tafla I. Skipting úrtaks eftir kyni og búsetu
ReykjavíkursvæSi LandsbyggS
strákar 46.2 51.0 48.7
stelpur 53.8 49.0 51.3
alls
47.2 52.8
VIÐAUKI 2
Söfnun gagna um fallnotkun
Upplýsingum um fallnotkun var safnað þannig að lögð voru tvennskonar próf
fyrir nemendur. Prófunum var ætlað að gefa upplýsingar um fallnotkun með 13
sögnum: þykja, hlakka, kvíða, langa, leiðast, dreyma, vanta, minna, létta, liggja
(á), svíöa, gruna, og detta (í hug). Fyrra prófið fólst í því að nemandinn var beð-
inn að setja þriðju persónu fornafn í eyður í texta með áðurnefndum sögnum, en
á því síðara átti að setja fyrstu persónu fornafn í eyður textans (sjá nánar Ásta
Svavarsdóttir 1982). Þess ber að geta að próf Ástu voru Iögð fyrir nemendur við
býsna formlegar aðstæður. Nemendur leystu þau skriflega í skólastofu og í viður-
vist kennara. Það er þess vegna ekki ástæða til að ætla að prófin gefi fullkomna
mynd af fallnotkun eins og hún tíðkast í hversdagslegum samræðum. Á hinn bóg-
inn var markvisst reynt að beina athygli nemandans frá því sem raunverulega var
verið að prófa með því að klæða prófið í búning ferðasögu. Rétt er einnig að
minna á, eins og Ásta hefur tekið fram (1982:46), að vegna þess að könnunin náði
einungis til 11 ára barna er ekki loku fyrir það skotið að þau frávik í fallnotkun,
sem hún leiðir í ljós, séu að nokkru sprottin af því að máltöku sé ekki að fullu
lokið. Innra samræmis gætir í niðurstöðum könnunarinnar, sem bendir til þess að
frávik í fallnotkun megi alls ekki rekja til máltökunnar einnar.