Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 55
Um fallnotkun með ópersónulegum sögnum
53
VIÐAUKI 3
Aðrar breytur
Auk upplýsinga um fallnotkun var einnig aflað gagna um þjóðfélagsstöðu nem-
enda og námsárangur og um menntun foreldra. Einn mælikvarði var notaður á
félagsstöðu. Sá mælikvarði tengdi saman upplýsingar um starfsstétt föður og
merintun beggja foreldra. Lögð voru saman gildin á breytunum menntun móður,
menntun föður og starfi föður og voru allar látnar vega jafnt. Starfsstétt föður var
flokkuð eins og eftirfarandi tafla sýnir. Taflan sýnir jafnframt skiptingu úrtaks.
Tafla II. Skipting úrtaks eftir starfsstétt föður
1. Lágstétt 23.4%
2. Lægri miðstétt 41.9%
3. Efri miðstétt 16.2%
4. Hástétt 18.6%
Menntun foreldra var skipt í eftirfarandi flokka: (1) Skyldunám eða minna, (2)
Gagnfræðaskóli, iðnskóli, húsmæðraskóli, (3) Menntaskóli, kennaraskóli, versl-
unarskóli og ýmiss konar annað sérnám undir háskólastig, (4) Stutt háskólanám,
(5) Lengra háskólanám. Tafla III sýnir skiptingu úrtaks með tilliti til menntunar
foreldra.
Tafla III. Skipting úrtaks eftir menntun föður og móður
Menntunar- flokkur Faðir Móðir
í 18.4 14.9 27.6 21.4
2 52.1 42.3 58.3 45.3
3 9.2 7.5 10.3 8.0
4 4.9 4.0 1.9 1.5
5 15.3 12.4 1.9 1.5
Upplýsingar
vantar 18.9 22.4
100.0 100.0 100.0 100.0
Tvennskonar mat var lagt á námsárangur nemenda. í fyrsta lagi voru kennarar
beðnir að meta námsárangur og námsgetu: (1) slök, (2) í meðallagi, (3) góð, (4)
mjög góð. í öðru lagi var aflað upplýsinga um aðaleinkunn, einkunn í íslensku og
einkunn í stærðfræði á vorprófum sama skólaár og könnunin fór fram.
Nemendum var skipt í tvennt með tilliti til búsetu. Annars vegar voru taldir
þeir sem búsettir voru á Reykjavíkursvæðinu og hins vegar þeir sem búsettir voru
utan þess svæðis. í þessari skiptingu var miðað við dvalarstað þegar rannsókn fór
fram. Eins var spurt um fæðingarstað barnanna. Eins og sjá má á töflu IV er
töluverð fylgni milli þessara tveggja mælikvarða á búsetu.