Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 59
EIRÍKUR RÖGNVALDSSON
Af lýsingarorðsviðurlögum
1.Inngangur
1.1 Um viðurlög almennt
Einn meginmunur hefðbundinnar setningafræði og generatífrar felst
í því að sú generatífa leggur aðaláherslu á að lýsa formgerð setninga,
en sú hefðbundna byggir mjög á merkingarlegum venslum milli
setningarhluta.1 Þetta veldur því m. a. að hugtök eins og frumlag og
andlag, sem yfirleitt er auðvelt að tengja ákveðinni stöðu í formgerð-
inni, eru notuð í generatífri setningafræði ekkert síður en hefðbund-
inni. Önnur, sem ekki verða tengd einni ákveðinni formgerð, heldur
er haldið saman með merkingarlegum rökum fyrst og fremst, hafa
hins vegar horfið að miklu leyti. Eitt þeirra er viðurlag. Það er skil-
greint svo hjá Birni Guðfinnssyni (1943:23):
(1) Viðurlag er fallorð (eitt eða fleiri), sem kveður nánar á um
annað fallorð eða greinir ástand þess, sem um ræðir. Samband
viðurlags og aðalorðs er lausara en samband einkunnar og aðal-
orðs.
Sem sjá má er þessi skilgreining nokkuð laus í reipunum, enda eru
þeir liðir sem taldir eru til viðurlaga allfjölbreyttir. Hér eru nokkur
af dæmum Björns Guðfinnssonar (1943:23-24):
(2) Við þekkjum hann, þrjótinn
(3) Ólafur, hreppstjórinn, á þetta hús
(4) Hann er myndarlegasti maður, hár og þrekinn
(5) Þau skildust síðan vinir
(6) Þú ættir að lána mér hesta á morgun, tvo eða þrjá
(7) Það er ekki víst, að ég bjóði þér þetta aftur
1 Ég þakka Halldóri Ármanni Sigurðssyni og Höskuldi Þráinssyni fyrir ýmsar gagn-
legar athugasemdir við frumgerð þessarar greinar.