Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 60

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 60
58 Eiríkur Rögnvaldsson (8) Hann lofaði því, að þú yrðir látinn sitjafyrir vinnu (9) Þeir unnu eiðana fúsir (10) Þangbrandur skírði hann þrevetran (11) Þú sast hjá mér sjúkum Það er nokkuð ljóst að ekki hafa allir þessir liðir sömu stöðu í form- gerð setninganna, enda er viðurlögum stundum skipt í lýsingarviðurlög og atviksviðurlög (Jakob Jóh. Smári 1920), eða greint milli lausra við- urlaga og annarra (Björn Guðfinnsson 1943, Skúli Benediktsson 1981). En það er ekki einstakt fyrir íslensku að svo margvíslegir liðir séu flokkaðir undir viðurlög; staða þeirra og afmörkun í ensku er líka allóljós (sjá t. d. Matthews 1981:222-236 o. v.; sum viðurlögin í (2)- (11) flokkast undir það sem í ensku er nefnt apposition). 1.2 Lýsingarorðsviðurlög Sú fjölbreytni sem lýst var hér að framan veldur því, að generatífist- ar hafa hvergi fjallað um viðurlög í einu lagi. Einstakar tegundir þeirra hafa verið teknar fyrir; umfjöllun um setningar á við (2) má t. d. finna hjá Höskuldi Þráinssyni (1979), en þar er þessi formgerð kölluð hægri sveifla (Right Dislocation). í sama riti er einnig rækileg úttekt á stöðu skýringarsetninganna sem kallaðar eru viðurlög í (7) og (8). Lýsingarorð sem standa sem viðurlag hafa hins vegar að mestu orðið útundan (sjá þó umfjöllun Jóns Friðjónssonar 1982 um lh. nt. sem viðurlag). Markmið þessarar greinar er að bæta úr því, og gera úttekt á stöðu lýsingarorða eins og fúsir í (9), þrevetran í (10) og sjúkum í (11) hér að framan. í öðrum kafla eru fyrst tekin nokkur dæmi um viðurlög, og síðan sett fram sú tilgáta um tengsl þeirra við orðin sem þau eiga við, að viðurlögin séu alltaf upprunnin innan viðkomandi nafnliðar (frumlags- liðar í (9), andlagsliðar í (10), forsetningarliðar í (11)). í þessum kafla eru einnig teknir fyrir tveir annmarkar sem virst gætu vera á þessari lausn, en talið að þegar betur er að gáð, séu þeir engin hindrun. í þriðja kafla eru lýsingarorð með andlögum, fallorðum forsetninga og frumlögum athuguð hver fyrir sig, og komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að gera ráð fyrir að tilgátan sem sett var fram í 2. kafla standist, þ. e. að viðurlög séu alltaf upprunnin í liðnum sem þau eiga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.