Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Síða 62
60 Eiríkur Rögnvaldsson
(18)a Guli bíllinn valt ofan í skurð (einkunn)
b Gulur bíll valt ofan í skurð (einkunn)
c Gulur bíllinn valt ofan í skurð (viðurlag)
Kristján leggur þó áherslu á að munur einkunnar og viðurlags byggist
á hlutverki, en ekki útliti; einkunnir þrengi merkinguna, en viðurlög
ekki. En hvort sem viðurlagið stendur næst orðinu sem það á við
eða fjarri því er það alltaf í sterkri beygingu og sambeygist aðalorðinu;
stendur í sama kyni, tölu3 og falli. Ef það myndar setningarlið með
frumlaginu, eins og það virðist gera í (18)c, er þetta ekkert vandamál;
það er regla að ákvæðisorð í nafnlið sambeygjast höfuðorðinu, nafn-
orði. Ef viðurlagið stendur hins vegar fjarri orðinu sem það á við,
skapar lýsing þess ýmis vandamál, bæði hvernig gera á grein fyrir
sambeygingu og ýmislegt fleira, eins og fram kemur hér á eftir.
Við skulum í upphafi setja fram tilgátu um setningafræðileg tengsl
viðurlags við nafnorðið sem það á við:
(19) Öll viðurlög eru hluti nafnliðarins í djúpgerð setninganna, og
standa þar á undan nafnorðinu eins og í (18)c. Viðurlög fá
því á eðlilegan hátt sama fall og aðalorð liðarins; en síðan
eru þau færð til hægri út úr liðnum; viðurlög með frumlagi
aftur fyrir sögnina, en önnur aftur fyrir viðkomandi nafnlið
Hér á eftir verður reynt að sýna fram á að þessi tilgáta standist, en
aðrir möguleikar á uppruna viðurlaga, s.s. að þau séu upprunnin utan
viðkomandi nafnliðar eða aftast í honum, séu mun ófýsilegri. Við
skulum byrja á að athuga tvo agnúa sem í fljótu bragði gætu virst
vera á þessari tilgátu; annan merkingarlegan, hinn setningafræðilegan.
2.2 Merkingartengsl viðurlags og nafnliðar
Lengi hefur það verið eitt grundvallaratriða generatífrar málfræði
að ummyndanir (t. d. ýmsar færslur) breyttu aldrei merkingu (sjá Katz
& Postal 1964:157). Til þess að hægt sé að telja tvær setningar leiddar
3 Þótt hvor í sambandinu hvor... sinn líkist frumlægum viðurlögum að ýmsu leyti,
þarf það ekki að sambeygjast í tölu. Það er meginástæðan fyrir því að ég tek það ekki
með hér og tel það annars eðlis. Til þess bendir það einnig, að það getur staðið inni
í andlagslið, eins og Halldór Ármann Sigurðsson hefur bent mér á, en það geta frumlæg
viðurlög annars ekki, sjá hér á eftir:
(i) Þeir (ft.) munu [51 hafa gefið Jóni hvor (et.) sína gjöfina]