Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 67
Af lýsingarorðsviðurlögum 65
Eins og sjá má er ekki gert ráð fyrir lýsingarorðslið sem beinum
stofnhluta í setningu; hins vegar er hann hafður með í sagnlið, og
á þessi regla að geta gert grein fyrir lýsingarorðssagnfyllingum, bæði
frumlægum og andlægum (sjá 4. kafla hér á eftir).
Við skulum nú athuga hvort lýsingarorðsliður sá sem gert er ráð
fyrir í (31) geti líka náð yfir viðurlög með frumlagi; þ. e. hvort þessi
viðurlög séu innan sagnliðarins. Færð hafa verið rök að því (Eiríkur
Rögnvaldsson 1982a, 1983b; Höskuldur Þráinsson 1983, 1984) að að-
alsögn setningar myndi því aðeins sjálfstæðan lið með andlögum sín-
um (og hugsanlega öðrum fylgiorðum) að hjálparsögn sé í setningu;
annars séu sögn og andlög beinir stofnhlutar í setningunni. Sé viður-
lagið upprunnið utan sagnliðarins, ætti það þá aðeins að geta staðið
milli sagnar og andlags ef engin hjálparsögn er í setningunni. Að
öðrum kosti væri um að ræða færslu inn í lið, sem vanalega er talin
útilokuð. Ef viðurlagið er hins vegar upprunnið innan sagnliðarins,
ætti ekki að skipta máli hvort hjálparsögn er í setningunni eða ekki,
því að hvort heldur er væri ekki um að ræða færslu utanaðkomandi
orðs inn í liðinn. Lítum nú á hvernig þetta kemur út; sagnliðurinn
er hér sýndur með hornklofum til glöggvunar:
(32) a Albert stríðir galvaskur samráðherrunum
b Albert stríðir samráðherrunum galvaskur
(33) a *Albert mun [§] stríða galvaskur samráðherrunum]
b Albert mun [gj stríða samráðherrunum] galvaskur
Það er greinilegur munur á (32)a og (33)a; sú síðarnefnda er ekki
góð setning, og bendir það til að viðurlagið sé upprunnið utan sagnlið-
arins. Lýsingarorðsliðurinn innan sagnliðar í (31) virðist því ekki geta
tekið yfir viðurlög með frumlagi. Ef við viljum ekki hafa viðurlagið
sem hluta frumlagsliðar í djúpgerð, verðum við því að gera ráð fyrir
því sem beinum stofnhluta í setningunni. Það er möguleiki sem ekki
er fyrir hendi í (30), og yrði því að bæta honum við þar fyrir aftan
sagnliðinn. En er það fýsileg lausn? Við sitjum a. m. k. enn uppi með
það vandamál að gera grein fyrir samræmingunni við frumlagið í kyni,
tölu og falli. Við skulum því yfirgefa þennan möguleika í bili, og skoða
þann möguleika að öll viðurlög með frumlagi séu upprunnin í frumlags-
lið.
íslenskt mál VI 5