Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 68
66 Eiríkur Rögnvaldsson
3.1.2 Færsla viðurlaga út úr frumlagslið
Greinilegt er að sá möguleiki að viðurlög með frumlagi komi fram
í frumlagsliðnum sjálfum er fyrir hendi, eins og áður segir (sbr. (18)c).
Ef gert væri ráð fyrir að öll viðurlög með frumlagi væru upprunnin
aftan við sagnlið, yrði þá að telja að í slíkum tilvikum væru þau færð
inn í frumlagsliðinn; að öðrum kosti bryti færsla þeirra fremst í setn-
ingu án þess að frumlagið viki úr sæti þá reglu að sögnin sé aldrei
aftar en í öðru sæti setningarinnar. Nú er vanalega talið að slík færsla
utanaðkomandi orða inn í liði sé algjörlega bönnuð, og því m. a. beitt
sem einni helstu röksemd í greiningu setninga í liði (sjá Eiríkur
Rögnvaldsson 1983b); það er því ekki fýsilegt að gera ráð fyrir slíkri
færslu. Ef við viljum enn telja að (flest) viðurlög séu upprunnin aftan
sagnliðar, verðum við þá að segja að viðurlög með frumlagi geti ann-
aðhvort verið upprunnin í frumlagslið eða aftan sagnliðar. Þetta er
í sjálfu sér ekki útilokað, en í generatífri málfræði hafa menn löngum
leitast við að finna eina djúpgerð sem Ieiða megi öll afbrigði af í tilvik-
um sem þessum, þar sem um er að ræða öll sömu orð og sama sann-
leiksgildi. Það er ekki einu sinni svo gott að fyllidreifing sé milli viður-
laga í frumlagslið og viðurlaga með frumlagi aftan sagnar; stundum
getur hvorttveggja gengið, eins og (34) sýnir, og m.a.s. í sömu setning-
unni eins og sést á (35):
(34) a Bálreiður forsætisráðherrann skammaði Albert
b Forsætisráðherrann skammaði Albert bálreiður
(35) Rámur forsætisráðherrann skammaði Albert bálreiður
Vegna þess að í (34)a og b eru sömu orð og sama sannleiksgildi, er
eðlilegt að athuga hvort hægt sé að leiða aðra af hinni með einhverri
færsluummyndun. Við erum búin að útiloka þann möguleika að (34)a
sé leidd af (34)b, því að þá væri um að ræða færslu inn í lið. En
er mögulegt að leiða (34)b af (34)a með færslu hluta frumlagsliðarins
til hægri?
Það er síður en svo nokkurt einsdæmi að hluti frumlags sé færður
aftur fyrir sögn. Um ýmsar slíkar færslur er fjallað hjá Eiríki
Rögnvaldssyni (1982a); þar er að vísu alltaf um það að ræða að „hægri
grein“ frumlagsliðarins færist, en lýsingarorðið bálreiður er á „vinstri
grein“ í (34)a4. En færslur vinstri greinar koma líka fyrir; t. d. gerir
4 Reyndar er það svo, að sé grunngerð íslenskra setninga talin vera eins og hjá