Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 69
Af lýsingarorðsviðurlögum 67
Höskuldur Þráinsson (1984) ráð fyrir að óákveðna fornafnið allir sé
upprunnið í frumlagslið í (36)b-d, og þær setningar því leiddar af
djúpgerð sem samsvarar (36)a:
(36) a Allir íslendingar munu [§j kjósa Vigdísi] 1984
b Islendingar munu allir [§j kjósa Vigdísi] 1984
c *fslendingar munu [§j kjósa allir Vigdísi] 1984
d íslendingar munu [§j kjósa Vigdísi] allir 1984
Ef við berum þetta saman við setningar með lýsingarorðsviðurlagi,
koma mikil líkindi í ljós:* * * * 5
(37) a Glaðbeittur fjármálaráðherrann mun [§j stríða
samráðherrunum]
b Fjármálaráðherrann mun glaðbeittur [sj stríða
samráðherrunum]
c *Fjármálaráðherrann mun [si stríða glaðbeittur
samráðherrunum]
Lýsingarorðsviðurlagið og óákveðna fornafnið geta sem sagt staðið á
sömu stöðum í setningunni; hvorugt getur hins vegar staðið milli sagnar
og andlags ef hjálparsögn er í setningunni, og er það einmitt það sem
við er að búast sé gert ráð fyrir að þau séu upprunnin utan sagnliðarins,
því að þá er um að ræða færslu inn í hann í c-setningunum, en ekki
öðrum. Það er líka einkenni liða sem er frestað, þ. e. færðir til hægri,
að þeir geta lent á ýmsum stöðum í setningunni; liðir sem eru færðir
til vinstri fara aftur á móti vanalega alveg fremst í hana (sjá Eiríkur
Rögnvaldsson 1982a). Hegðun viðurlagsins í (37) passar því vel við
hegðun liða sem frestað er úr frumlagssæti.
Platzack (1983) eða Eiríki Rögnvaldssyni (1984) er hér um það að ræða að meginhluti
(hægri grein) frumlagsliðarins flyst til vinstri (fram fyrir hjálparlið) en lýsingarorðið
á vinstri grein er skilið eftir á upphaflegum stað. Það skiptir þó ekki máli hér hvort
sá kostur er tekinn.
5 Enda segir Jakob Jóh. Smári (1920:92): „Á þennan hátt (sem viðurlag) ber og
yfirleitt að nota lýsingarorðin allur, miður, hálfur, þver...“. Athugið að hér er allur
talið lýsingarorð, eins og líka hjá Sigfúsi Blöndal (1920-1924); en nú mun það yfirleitt
talið til óákveðinna fornafna (Björn Guðfinnsson 1958:55, Skúli Benediktsson 1981:16).
Pað er líka Ijóst að setningafræðileg (og beygingarleg) hegðun þess er önnur en venju-
legra lýsingarorða (stendur t. d. á undan ábendingarfornöfnum og töluorðum í nafnlið
og hefur aðeins sterka beygingu); en það breytir því ekki að hlutverk þess er oft svipað
oglo.