Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 71
Af lýsingarorðsviðurlögum 69
(41) a Blindfullan forstjórann sá ég hér í gær
b *Forstjórann blindfullan sá ég hér í gær
Sama kemur í ljós ef við beitum frestun óákveðins frumlags:
(42) a *Það sáu blindfullan margir forstjórann
b Það sáu forstjórann margir blindfullan
Munur (42)a og b útskýrist ef við gerum ráð fyrir að blindfullan for-
stjórann myndi lið, og því sé ekki hægt að stinga neinu þar á milli,
en forstjórann blindfullan myndi ekki lið saman. Ef leiða ætti (40)a
af (40)b, yrði þá að gera ráð fyrir að lo. sem væri upprunnið utan
liðarins (sbr. (42)b) væri stungið inn í hann. Ef því er hafnað að viður-
lögin séu alltaf upprunnin innan þess nafnliðar sem þau eiga við, verður
að gera ráð fyrir að þau geti verið upprunnin á tveimur stöðum, þ. e.
sem hluti andlagsnafnliðar og sem beinn stofnhluti í sagnlið (eða setn-
ingu), en síðan oft færð út úr honum. Eins og áður segir þykir slík
tvöfeldni alltaf dálítið grunsamleg.
3.2.2 Andlæg viðurlög og flokkunarrammar sagna
En hér er fleira sem kemur til. Athugið eftirfarandi mun viðurlags
með frumlagi í (43) og með andlagi í (44):
(43) *Forsætisráðherrann mun [jjj skamma bálreiður Albert]
(44) Flokkurinn mun [§j árna ráðherranum sextugum heilla]
Hér sést, eins og áður hefur komið fram, að viðurlag með frumlagi
(í (43)) getur ekki staðið inni í sagnlið; það getur viðurlag með andlagi
hins vegar, sem marka má af því að það stendur milli tveggja andlaga
í (44). Og reyndar væri mjög undarlegt ef viðurlag með andlagi stæði
(sem hann kallar magnliði) séu á hægri grein nafnliðar þegar þau standi með fornöfnum.
Rökin fyrir því sækir hann (1983:151-152) í andlags- og sagnfyllingarliði, og ber saman
setningar eins og (i)a og b:
(i) a Ég þekki þá alla
b *Égþekki alla þá
En þessi rök eru ógild, því að þá alla í (i)a myndar ekki lið. (i)b er þá útilokuð af
alveg sömu ástæðum og (ii):
(ii) *Allir þeir fóru
— en ekki af því að einhverjar sérstakar merkingarlegar eða fúnksjónalískar ástæður
gildi um frumlagsliði, eins og Halldór telur (1983:50).