Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 72
70 Eiríkur Rögnvaldsson
utan sagnliðar, vegna þess að fall þess er ákvarðað af sögninni. A.
m. k. yrði að ætla því einhvern annan stað en viðurlagi með frumlagi.
Það að gera verður ráð fyrir að viðurlag með andlagi eigi heima
í sagnlið hefur víðtækar afleiðingar. Sagnir eru nefnilega yfirleitt nokk-
uð sjálfráðar um það hvað þær taka með sér í sagnliðnum; sumar
taka sagnliði (þ. e. eru hjálparsagnir), aðrar taka andlag, enn aðrar
tvö, sumar andlag og forsetningarlið, ýmsar eingöngu forsetningarlið,
og nokkrar alls ekki neitt; sumar geta svo valið milli tveggja eða fleiri
af þessum möguleikum. Sumpart fer þetta eftir merkingu sagnanna,
en sumpart virðist aðeins vera um að ræða „sérvisku" viðkomandi
sagna.7 Þannig merkja ræna og stela eitthvað svipað, en ræna getur
tekið tvö andlög, stela bara eitt. Sömuleiðis er fallstjórn sagna að veru-
legu leyti tilviljanakennd; sagnir sömu eða svipaðrar merkingar stjórna
iðulega mismunandi föllum (sjá Höskuldur Þráinsson 1983; Eiríkur
Rögnvaldsson 1983a).
Ef gert er ráð fyrir að viðurlag með andlagi sé eða geti verið sérstak-
ur stofnhluti í sagnlið, þá er sögnin jafnframt búin að missa lögsögu
yfir sagnliðnum að verulegu leyti. Þá er það nefnilega ekkert undir
henni komið hvort lýsingarorðsliður getur staðið í sagnliðnum eða
ekki, heldur ræðst það algjörlega af því hvort sögnin getur tekið andlag
eða ekki. Flokkunarrammi koma yrði þannig [g]______], flokkunarrammi
berja [§]___N1(L1)]; en engin sögn hefði, né gæti haft, bara [§]_Nl].
Ef andlag er með, getur viðurlag sem sé alltaf fylgt. Þar að auki geta
bæði andlög tveggja andlaga sagna tekið viðurlög:
(45) Albert sýndi ráðherrunum bálreiðum samningana undirritaða
Ef viðurlögin væru talin sjálfstæðir liðir yrði flokkunarrammi sýna (og
annarra tveggja andlaga sagna) að vera [si_________N1(L1)N1(L1)], en
[S1____N1 N1(L1)] eða [si_____N1(L1)N1] væri ekki til. Vegna þess hve
fylliliðamunstur sagna er annars fjölbreytt, gera þessi göt í það grein-
inguna mjög grunsamlega, og benda sterklega til að viðurlögin séu
hluti andlagsliðarins í öllum tilvikum, en ekki sjálfstæðir stofnhlutar
í sagnlið.
I framhaldi af þessu má einnig benda á þann vanda sem skapast
við lýsingu sagna sem geta tekið andlag en þurfa þess ekki, eins og
borða. Lítum á eftirfarandi setningar:
7 Sjá um þessi atriði og önnur skyld hjá Höskuldi Þráinssyni (1979,1983).