Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 79
Af lýsingarorðsviðurlögum 77
er að ræða, S1 ef nafnliðurinn er andlag, F1 ef hann er fallorð forsetn-
ingar).
Fyrri möguleikinn krefst þess að gert sé ráð fyrir að hluti N1 geti
færst til hægri út úr liðnum; en gera verður ráð fyrir ýmsum slíkum
færslum hvort eð er, eins og áður segir. Auk þess verður að gera
ráð fyrir sérstakri síu sem komi í veg fyrir að viðurlagið komi fram
innan ákveðinna tegunda nafnliða í yfirborðsgerð; én færð voru rök
að því að þar væri um merkingarlegt atriði að ræða, sem kæmi setn-
ingafræðilegri formgerð ekki við. Þessi möguleiki virðist því ákjósan-
legur frá setningafræðilegu sjónarmiði og kostar ekki viðbót við mál-
lýsinguna; aðeins eru nýttir betur möguleikar sem verða að vera fyrir
hendi hvort eð er.
Öðru máli gegnir um hinn möguleikann. Áður var nefnt að tvenns
konar uppruni sams konar liða þætti alltaf grunsamlegur; og hér yrði
m. a. s. að gera ráð fyrir slíku á þrem mismunandi stöðum, því að
ekki er hægt að gera ráð fyrir að viðurlag sé alltaf upprunnið á sama
stað utan Nl, eins og áður segir. Það yrði sem sé að bæta L1 við í
liðgerðarreglur S, S1 og Fl; en jafnframt yrði einhvern veginn að sýna
að þessi L1 er háður ákveðnum Nl, og getur ekki birst einn og sér.
Einnig þyrfti að gera sérstaka grein fyrir því hvernig kyn, tala og fall
frumlagsins færist yfir á viðurlag þess, þótt þau standi ekki saman í
setningunni.
í fjórða kafla var svo bent á að þótt lýsingarorðsviðurlög líktust
oft á yfirborði sagnfyllingum, er hægt að finna ýmiss konar setninga-
fræðilegan mun þar á, sem styður enn frekar að viðurlögin séu talin
upprunnin innan nafnliðar, en sagnfyllingarnar ekki.
Meginniðurstaða greinarinnar er því þessi: Lýsingarorðsviðurlög eru
upprunnin innan þess nafnliðar sem þau eiga við, þótt þau séu oftast
færð út úr honum í yfirborðsgerð.
HEIMILDIR
Andrews, Avery. 1982. Long Distance Agreement in Modern Icelandic. Pauline Jacob-
son Geoffrey K. Pullum (ritstj.): The Nature of Syntactic Representation, bls.
1-33. Reidel, Dordrecht.
Björn Guðfinnsson. 1943. íslenzk setningafrœði handa skólum og útvarpi. [2. útg.].
ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.