Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 83
FRIÐRIK MAGNÚSSON
Um innri gerð nafnliða í íslensku
1. Inngangur
Hér er ætlunin að fjalla um innri gerð þeirra setningarliða í íslensku
sem nefndir eru nafnliðir (Nl) og verður megináherslan lögð á þau
ákvæðisorð sem fylgja eða geta fylgt „höfuðorði“ nafnliðarins, nafn-
orðinu.1
Liðgerðarreglur hafa meðal annars það hlutverk að sýna röð orða
innan setningarliða og verður því reynt að gera grein fyrir því hvernig
liðgerðarregla sú sem sýnir gerð nafnliða, nafnliðarreglan, gæti litið út.
í öðrum kafla verður vikið að þeim nafnliðarreglum sem nýlega hafa
birst á prenti. í þriðja kafla verður fjallað um aðalhluta nafnliðarins,
þ. e. nafnorðið (3.2) og þau ákvæðisorð sem með því geta staðið: Lýs-
ingarorðslið (3.3), töluorð (3.4), ábendingarfornöfn (3.5), óákveðin
fornöfn (3.6), ákveðinn greini (3.7) og óákveðin ábendingarfornöfn
(3.8).
í fjórða kafla verður fjallað um þau ákvæðisorð sem staðið geta
aftan við nafnorðið: Eignarfornöfn (4.2), eignarfallseinkunnir (4.3),
eignarföll af persónufornöfnum (4.4) og önnur eftirsett ákvæðisorð
(4.5).
í fimmta kafla verður vikið að nokkrum almennum atriðum er varða
nafnliði: Hliðskipun (5.1), tómum básum (5.2), persónufornöfnum og
ákvæðisorðum þeirra (5.3) og atviksorðum (5.4).
Að lokum eru svo niðurstöður þessarar umfjöllunar dregnar saman í
regluformi í sjötta kafla.
2. Nafnliðarreglan
Nafnliðir (e. noun phrases) þiggja heiti sitt af nafnorðum enda má
segja að þeir séu röð orða sem getur staðið þar sem nafnorð ein geta
staðið, t. d. sem frumlag, andlag, sagnfylling, fallorð forsetningar og
1 Þessi grein var upphaflega samin sem prófritgerð við Háskóla íslands á
haustmisseri 1982. Ég þakka Höskuldi Þráinssyni fyrir alla aðstoð við samningu
hennar og honum og Eiríki Rögnvaldssyni fyrir gagnlegar athugasemdir við upp-
haflega gerð.
íslenskt mál VI 6