Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 106
104 Friðrik Magnússon
persónufornafnsins sé notuð í stað eignarfornafnsins? Úr þessu er ekki
svo auðvelt að skera nema e. t. v. ef hægt væri að sjá einhvern mismun
á venjulegri notkun eignarfalls persónufornafnanna (t. d. á eftir sögnum
og forsetningum sem stýra ef.) og svo notkun þess í stað eignarfornafna.
4.5 Önnur eftirsett ákvœðisorð
í kandídatsritgerð sinni gerir Eiríkur Rögnvaldsson (eins og Hösk-
uldur Þráinsson 1982:49, sjá 4.1 hér að framan) ráð fyrir að eftirsettu
ákvæðisorðin myndi sérstakan lið, ákvæðislið, en að í honum séu ekki
aðeins eignarfornöfn og eignarfallseinkunnir heldur einnig „eftirsett lo.
í veikri beygingu (Jón gamli), svo og eftirsett no. sem sambeygjast aðal-
orðinu (Jón bóndi)‘l (Eiríkur Rögnvaldsson 1982:214-15, nmgr. 48).
Hér koma dæmi um eftirsett lýsingarorð:
(73) a Sigga litla
b Listaskáldið góða
c Afi minn sálugi
d Auminginn litli
Ég er ekki frá því að einfaldast sé að lýsa þessu á svipaðan hátt og áður
var gert með greininn, töluorðin og eignarfornöfnin, þ. e. að lýsingar-
orð séu aðeins framan við nafnorðið í djúpgerð (og liðgerðarreglunni)
og síðan sé regla sem flytji þau, eins og áðurnefnd orð, aftur fyrir nafn-
orðið. Ef þetta væri allt saman ein regla þá væri hægt að nýta hana
betur með því að láta hana flytja lýsingarorðin auk hinna. Ef hins vegar
lýsingarorðin væru á tveimur stöðum í nafnliðarreglunni þá mætti ætla
að hægt væri að fá lýsingarorð bæði framan og aftan við nafnorðið en
ég hef ekki fundið nein dæmi þess:
(74) a *Litli Jón gamli
b *Gamli afi minn sálugi
Athugum nokkur dæmi um eftirsett nafnorð:
(75) a Jón bóndi/stýrimaður/forseti
b Jón Sigurðsson/Thoroddsen
c Ólafur Jón Ólafsson, kennari
d Jón Ólafsson, ritari nefndarinnar
Þess háttar samsetningar virðast vera bundnar við sérnöfn, sennilega
mannanöfn, og er hægt að gera grein fyrir þessu á ýmsa vegu. Skáletr-