Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 117
Um reykvísku
115
Eins og sjá má af Töjlu 1 og 2 er dreifing úrtaksins nokkuð jöfn eftir
aldurshópum, kynjum og búsetu, nema hvað elstu hóparnir eru heldur
fámennari en hinir. Eins og í úrvinnslunni úr Vestur-Skaftafellssýslu
skiptum við fólki sem fætt er fyrir 1925 í tvo hópa og höldum þeim allra
elstu sér, því þeir hafa stundum nokkra sérstöðu. Stærstu aldurshóp-
arnir eru nú, jafnt sem í könnuninni á vestur-skaftfellsku, yngsti hóp-
urinn og þriðji hópurinn, og er það með vilja. Yngsti hópurinn sam-
svarar þeim aldurshópi sem Björn Guðfinnsson kannaði á sínum tíma
og er því hægt að bera hann saman við niðurstöður Björns, og í 3. hópi
eru nú þeir einstaklingar sem Björn Guðfinnsson kannaði sem börn, og
er þá hægt að bera saman málfar þeirrar kynslóðar nú og fyrir fjörutíu
árum.
1.2 Úrvinnsla og viðfangsefni
Aðferðum okkar við úrvinnslu er að nokkru lýst í KÁ & HÞ 1983
og vísast hér með til þess, því í stórum dráttum fór úrvinnslan á efninu
úr Reykjavík fram á svipaðan hátt og úrvinnslan á efninu úr Vestur-
Skaftafellssýslu. Hins vegar er ástæða til þess að benda á að þær niður-
stöður sem við birtum í þessari grein eru einungis almennar niðurstöður
um helstu mállýskubreytur, en í gögnunum er að finna margvíslegan
fróðleik annan, sem nánar verður unnið úr við hentugleika.
Þau mállýskuatriði sem athygli okkar beinist einkum að í þessari
grein eru harðmæli, „flámæli" og /iv-framburður, auk þeirra fimm
breyta sem nánar er lýst á bls. 128 og kenna má við óskýrt eða hratt tal.
2. Niðurstöður
2.1 Reykjavík sem mállýskusvœði
Sem mállýskusvæði hefur Reykjavík mjög mikla sérstöðu miðað við
önnur svæði landsins. Ekki er hægt að tala um að Reykjavík „eigi“
nein hefðbundin einkenni sem helst sé að finna þar, eins og t. a. m.
skaftfellska hefur einhljóðaframburð á undan -gi-, norðlenska raddaðan
framburð o. s. frv. Öll þau framburðareinkenni sem einkenndu Reykja-
vík eins og lýst er í rannsóknum Björns Guðfinnssonar og Ólafs M.
Ólafssonar finnast víðar um landið. Svo er t. a. m. um linmælið, sem
nær til mikils hluta landsins, enda þótt oft sé sagt að það sé reykvískt
einkenni. Eins er um flámæli, sem nokkuð bar á í Reykjavík í könnun