Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 118
116 Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason
Björns Guðfinnssonar; það þekktist (og þekkist) á öðrum landshornum.
Og hið sama gildir um /zv-framburð, sem einnig þekktist í Reykjavík á
fimmta áratugnum, en var meira áberandi annars staðar.
Annað sem gerir Reykjavík sérstæða sem mállýskusvæði er stærð
hennar og það að stór hluti íbúanna er aðfluttur. Það er efni í sérstakar
rannsóknir að kanna Reykjavík frá þessu sjónarmiði. Hér vakna spurn-
ingar um það hvað gerist þegar fólk af ólíkum landsvæðum, sem e. t. v.
hefur alist upp við annan framburð en þann sem algengastur er í
Reykjavík, sest þar að. Heldur það sínum fyrri einkennum eða týnir
þeim? Hverju heldur það og hverju týnir það? Er hugsanlegt að ein-
hver „aðflutt“ einkenni nái hér einhverri fótfestu?
Þessar spurningar eru viðameiri en svo að hér gefist neinn kostur
þess að svara þeim til neinnar hlítar. (Benda má á B.A.-ritgerð Guð-
varðar Más Gunnlaugssonar (1983) um breytingar á málfari aðfluttra
Skaftfellinga í Reykjavík.) í þessari atrennu látum við nægja að gera
almenna grein fyrir tíðni þeirra einkenna sem að ofan voru nefnd og
athuga dreifingu þeirra, aðallega eftir aldurshópum og kynjum og bera
saman við niðurstöður Björns Guðfinnssonar. Einnig munum við
greina lauslega frá mun á málfari eftir hverfum, menntun og stéttum
eftir því sem hægt er að ræða um slíkt.
2.2 Harðmœli — linmœli
Ýmislegt fróðlegt kemur í ljós, þegar bornar eru saman tölur okkar
og tölur Björns Guðfinnssonar (BG). Að vísu ber að hafa þann fyrir-
vara, að einkunnagjöfin er ólík (sbr. KÁ & HÞ 1983:81). í RÍN er
gefin einkunn frá 100 upp í 200, en hjá BG er flokkað í þrennt: harðan
framburð, linan framburð og blandaðan framburð. Það er ekki alveg
Ijóst hvernig best er að bera þessa tvo skala saman. Okkar flokkun er
fíngerðari og viðbúið að margir þeir sem dæmdir hefðu verið linmæltir
í könnun BG gætu fengið einkunn sem er ögn hærri en 100 á okkar
skala. M.a. þess vegna eru reiknaðar út í Töjlu 3 tölur fyrir þá sem hafa
harðmæliseinkunn á bilinu 100-125 og 176-200. Þótt vafasamt sé að
þessar tölur myndu samsvara alveg hreinu harðmæli og hreinu linmæli
hjá BG, eru þær e. t. v. alveg jafn marktækar í samanburðinum og töl-
urnar fyrir harðmæliseinkunnirnar 100 og 200. Með þessum fyrirvara
skal nú vikið nánar að niðurstöðunum.
í fljótu bragði gæti virst svo sem linmæli hafi minnkað í Reykjavík
frá stríðsárunum. Samkvæmt BG er 91.77% þeirra sem hann prófaði