Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 124
122
Höskuldur Þráinsson og Kristján Arnason
sem lýst er í Mállýzkum II var fjarlæging eða tvíhljóðun á /i/ og /u/
skráð sem „flámæli“, og á sama hátt nálæging eða tvíhljóðun á /e/ og
/ö/. Til samræmis við hefðina voru þessar breytur kallaðar „flámæli
á /i/, /u/, /e/ og /ö/“. Ennfremur var reiknuð út meðaltalsbreyta
fyrir þessar fjórar, kölluð einfaldlega flámæli.
Það er almenn skoðun, að stórlega hafi dregið úr flámæli frá því á
stríðsárunum, bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Og ekki er
því að neita, að heildarmeðaleinkunn fyrir umreiknuðu breytuna flá-
mæli er sára lág hjá okkur: 104.8. (Þessa tölu má t. a. m. túlka þannig
að einungis 4.8% þeirra dæma sérhljóðanna /i/, /u/, /e/ og /ö/ sem
fram koma í gögnunum úr Reykjavík hafi verið „flámæliskennd“, sbr.
KÁ og HÞ 1983:86.)
Hins vegar verður nákvæmur samanburður við heildarniðurstöðurn-
ar úr könnun BG öllu erfiðari í tilviki flámælisins en t. a. m. tilviki
harðmælisins. Það sem einkum veldur þessu er það hvernig framburð-
urinn er flokkaður í könnun BG. Þar eru flokkarnir þannig að „þeir
málhafar eru kallaðir flámæltir, sem notuðu flámælisframburð að ein-
hverju leyti svo óyggjandi væri“ (Björn Guðfinnsson 1964:82). Hins
vegar er svo skilgreindur flokkurinn „slappmæltur“, og eru þeir kallaðir
slappmæltir, sem „stundum hafa slappa hljóðmyndun á [i:] og [y:], „en
orkað getur tvímælis, hvort telja beri beinlínis flámælta“ “ (Björn Guð-
finnsson 1964:82). Sé þessi greining tekin bókstaflega, myndu allir í
okkar hópi sem hafa meðaleinkunn yfir 100 teljast annaðhvort slapp-
mæltir eða flámæltir. Fyrir allan okkar hóp var dreifing einkunna sem
hér segir:
Einkunn
100
Tafla 5. Flámœli í könnun okkar (RÍN)
inn Fjöldi Hlutfall (%)
Fjöldi
101-125
126-150
151-175
176-199
200
82
105
4
1
0
0
2.1
0.5
0.0
0.0
57.3
Niðurstöðutölumar sem gefnar eru í Mállýzkum II fyrir Reykjavík eru
sýndar í Töflu 6 (sbr. Björn Guðfinnsson 1964:84).