Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 135
Vm reykvísku
133
finnssonar að því er varðar flámæli er dálitlum erfiðleikum bund-
inn. Þó er ljóst að dregið hefur úr hinu „hefðbundna“ flámæli,
sem var mest áberandi á /i/ og /u/, en í staðinn bólar á „nýju
flámæli“, þar sem fjarlægari hljóðin, einkum /ö/, hafa tilhneig-
ingu til að nálægjast.
3. Dregið hefur úr /zv-framburði í Reykjavík og hann er algengari
meðal eldra fólks en yngra. Þá er athyglisvert að /zv-framburður
er algengari hjá körlum en konum, og þar er marktækur munur á.
4. Athugun á „óskýrmæli“ gefur svipaðar niðurstöður og í Vestur-
Skaftafellssýslu, en línur eru þó heldur skýrari. Neikvæð fylgni er
milli allra óskýrmælisbreyta og aldurs, ef samlögun nefhljóða er
sleppt. Fylgni milli aldurs og brottfalls nefhljóða er þó lítt mark-
tæk.
Eins og áður er tekið fram, er í þessari grein einungis gerð grein fyrir
meginniðurstöðum úr Reykjavík. Margt annað er vert að athuga og
verður það að bíða betri tíma. T. a. m. væri fróðlegt að athuga sam-
band stéttarstöðu og dreifingar ólíkra málbreyta. Lausleg athugun á
gögnunum gefur ekki neinar vísbendingar um að framburður ráðist af
stéttarstöðu, og þess vegna er ekki fjölyrt um það hér. Hins vegar er
vel hugsanlegt að nánari greining á einstökum breytum og þá e. t. v.
líka fullkomnari mælikvarði á stéttarstöðu en sá sem við höfum stuðst
við hingað til geti gefið gleggri niðurstöður. Samband menntunar og
málbreyta hefur ekki heldur verið athugað til hlítar hér og einhver
munur kynni að vera eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu, þótt ekkert
bendi til að hann sé nokkur að ráði.
HEIMILDASKRÁ
Arl Páll Kristinsson. 1982. Framburður á hv- í nútímaíslensku. Prófverkefni,
Heimspekideild Háskóla íslands, Reykjavík.
Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. ísafoldarprentsmiðja H.F., Reykjavík.
—. 1949. An Icelandic Dialect Feature: the Pronunciation of Hv- and Kv-.
Thomas A. Kirby & Henry Bosley Wolf (ritstj.): Philologica. The Malone
Anniversary Studies, bls. 354-361. The lohns Hopkins Press, Baltimore.
—. 1950. Þáttur úr íslenzkum mállvzkurannsóknum: Hv-framburður — kv-
framburður. Menntamái 23:170-180.
—. 1964. Mállýzkur II. Um íslenzkan framburð. Studia Islandica 23. Ólafur M.
Ólafsson og Óskar Ó. Halldórsson unnu úr gögnum höfundar og bjuggu til
prentunar. Heimspekideild Háskóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Reykjavík.