Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Síða 154
152 Kristján Árnason
Coates, Richard. 1979. The Categories of Real Phonology in Relation to the Syllable.
Mimeographed.
— . 1980. Time in Phonological Representations. Journal of Phonetics 8:1-20.
Fudge, Erik. 1969. Syllables. Journal of Linguistics 5:253-286.
Haugen, Einar. 1958. The Phonemics of Modern Icelandic. Language 34:55-88.
Ladefoged, Peter. 1971. Preliminaries to Linguistic Phonetics. University of Chicago
Press, Chicago.
OreSnik, Janez & Magnús Pétursson. 1977. Quantity in Modern Icelandic. Arkiv för
nordisk filologi 92:155-171.
Thráinsson, Höskuldur. 1978. On the Phonology of Icelandic Preaspiration. Nordic
Journal of Linguistics 1:3-54.
ÚTDRÁTTUR
f þessari ritgerð er gerð tilraun til þess að gera grein fyrir hljóðkerfislegri byggingu
áhersluatkvæða í íslensku með því að líta á þau „ofanfrá", þ. e. í stað þess að byrja
á hinum einstöku hljóðum, sem samsvara hefðbundnum fónemum (og stöfum í rituðu
máli), er litið á atkvæði sem heild og spurt hvernig hentugt sé að skipta því niður.
Tekið er mið af tilraunum í þessa átt sem gerðar hafa verið með ensku (Fudge 1969)
og stungið upp á að skipta atkvæðinu í höfuðhluta, eins og lýst er í (1) á bls. 135.
íslensk orð yfir þau heiti sem þar eru notuð gætu verið onset: stuðull, rhyme: rím,
nucleus: kjarni, og coda: kálfur.
Stungið er upp á því að greina atkvæði eins og hest, vor og vors á þennan hátt:
Stuðull
h es d
O
v o: r
v or s
o
Meginviðfangsefni greinarinnar er að lýsa því hvernig hægt er að gera grein fyrir
kjarna atkvæðisins, án þess að sneiða hann niður í einstök hljóð, með því að greina
kjarnann í þremur „víddum“, ef svo má segja. Fyrst er flokkað eftir lengd röddunar,
hvort kjarninn er fullraddaður eins og í vor [vo:r] og vald [vald] eða hvort hann er
einungis raddaður til hálfs, eins og í verk [verg], hatt [hahd] og vont [vond]. Munurinn
á atkvæði með aðblæstri og atkvæði án aðblásturs væri þá sá að í fyrra tilvikinu er
rödduninni haldið út í gegn um kjarnann, en í því seinna er skorið á hana í miðjum
kjarnanum. Með þessu móti er hægt að flokka saman í eðlisflokka atkvæði með aðblæstri
og atkvæði þar sem hljómendur eru óraddaðir, eins og t. a. m. í hjálpa, verka, vanta
o. s. frv. Þar sem gert er ráð fyrir því að flokkun atkvæðakjarna í „fullraddaða" og
„hálfraddaða1* sé frumflokkun í kerfinu, eins og sést af flæðiritinu á bls. 143, má segja