Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 155
153
Model ofModern Icelandic Syllable Types
að með því sé hægt að gera grein fyrir því mikilvæga sérkenni íslensks hljóðafars að
þar er aðblástur og afröddun á undan vissum gerðum kálfa (t. a. m. p, t, k og stundum
s).
Aðrar víddir sem þarf til að gera grein fyrir samsetningu kjarnanna í íslensku eru
myndunarháttur og myndunarstaður. Myndunarhættir eru sex: opinn, lokaður,
önghljóð, nefhljóð, hliðarhljóð og sveifluhljóð. Munurinn á atkvæðum eins og mat [ma:d]
og matt [mahd] er í þessu kerfi einungis sá að í fyrrnefnda atkvæðinu (með löngu sér-
o
hljóði) er röddunin rull, en í því með aðblæstri er röddunin hálf. Myndunarhátturinn
er í báðum tilvikum opinn, þ. e. sérhljóðið teygir sig yfir allan kjarnann. (Sbr. (7)
bls. 142.) í atkvæðum eins og valt [vald], vant [vand], sagt [saxd] og vart [vard], er
röddunin hálf eins og í matt, en ólíkir myndunarhættir notaðir.
Myndunarstaðir eru: varir, tennur og gómur, auk þess sem hugsanlegt er talið að
s megi teljast sérstakur myndunarstaður. Ekki er tekin skýr afstaða til þess hvort fram-
gómur og gómfilla eiga að teljast tveir ólíkir myndunarstaðir, og í raun er það spurning
sem eróháð meginefni greinarinnar.
Það eina sem þarf til viðbótar til að gefa tæmandi lýsingu á kjörnum íslenskra áherslu-
atkvæða eru sérhljóðagildin þrettán sem íslenskan leyfir í áhersluatkvæði.
í greininni er tekið fram að hér sé um að ræða tilraun til þess að skoða kerfið frá
nýju sjónarhorni, án þess að því sé haldið fram að fundin sé allsherjarlausn á öllum
vandamálum í íslenskri hljóðkerfisfræði.
Háskóla íslands,
Reykjavík.