Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 157
SIGURÐUR JÓNSSON
Af hassistum og kontóristum
1. Inngangur
Segja má að upptaka íslenskrar tungu sé að leita í máli norskra inn-
flytjenda hingað fyrir 1100 árum (Hreinn Benediktsson 1964:11). Á
þessum 11 öldum hefur bæst mikið við orðaforða íslenskunnar. Framan
af hafa menn búið til ný orð eftir þörfum, gefið gömlum orðum nýja
merkingu eða tekið upp erlend orð án þess að fylgt væri nokkurri ný-
yrðastefnu.1 En á 17. öld varaði Arngrímur Jónsson lærði við erlendum
áhrifum á íslenska tungu (Jakob Benediktsson 1953:117) og varð frum-
kvöðull íslenskrar hreintungustefnu sem haldist hefur allt fram á þenn-
an dag. Þetta hefur m. a. komið fram í þeirri viðleitni íslendinga að
finna erlendum orðum innlendar samsvaranir, búa til nýyrði eða íðorð.
Nýsköpun íslenska orðaforðans fer fram með tvennu móti. Annars
vegar með því sem kalla má lærða eða meðvitaða orðmyndun, þ. e.
markvisst starf ýmissa sérfræðinga, orðanefnda, málnefndar o. fl. við
að íslenska erlend orð og hugtök. Um þetta höfum við dæmi allt frá 18.
öld.2 Á þessari öld er nýyrðasmíð og nýyrðasöfnun runnin undan rifj-
um verkfræðinga og núna eru a. m. k. 10 orðanefndir sem fást við þetta
auk íslenskrar málnefndar. Hins vegar á nýsköpunin sér stað með
virkri orðmyndun, þ. e. orðum sem málnotandinn býr til eða tekur úr
öðrum málum þegar þörf krefur. Þessi orðmyndun hefur tíðkast hér
allt frá upphafi íslands byggðar.
Það er forvitnilegt að athuga hvort einhver munur — og þá hver —
1 E. t. v. má tala um nýyrðastefnu hjá fornskáldum okkar. „Segja má, að það
sé ekki sérkenni íslenzkra fornskálda, að þau séu orðasmiðir, heldur hitt, að þau
eru það í óvenjuríkum mæli. Hér knúði tvennt á: erfiðir bragarhœttir og rík orð-
myndunartízka.“ (Halldór Halldórsson 1964:117.)
2 Hér ber að nefna Jón Ólafsson Grunnvíking en hann þýddi á íslensku þýska
stjörnufræði (AM 958, 4to) skömmu eftir að hann kom til Kaupmannahafnar
1727. Einnig má minna á nýyrði í Rúnareiðslu hans (AM 413, fol.) (Jón Helgason
1926:36-37; 66-67). — En nýyrðastefnan er fyrst mörkuð í ritum Lærdómslista-
félagsins, Ens Islendska Lcerdoms-Lista Felags Skraa 1780:6-8 og síðan í Ritum
þess íslenska lcerdómslistafélags sem út komu í Kaupmannahöfn 1781-98 en þar
úir og grúir af nýyrðum.