Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 162
160
Sigurður Jónsson
(21) Hagfræðiorðasafn 0, Slangurorðabók talsvert:
-elsi, -heit, -ist-, -í-, -rí-, -sjón
(22) Hagfræðiorðasafn talsvert, Slangurorðabók 0:
-an, -ð/-d/-t, -leik-, -sem-, -ur
(23) Hagfræðiorðasafn og Slangurorðabók mikið:
-ar-, -ing, -un
Þau dæmi sem hvort safn hefur en hitt ekki má e. t. v. kalla dæmi-
gerð fyrir söfnin. Hagfræðisafnið er safn hagfræðiorða sem fræðingar
í hagfræði og málfræði hafa búið til af lærdómi sínum og notað til þess
lærðar orðmyndunaraðferðir auk „gamalla“ orðmyndunarviðskeyta.
Það er með öðrum orðum unnið markvisst að því að búa til ný orð yfir
erlend hugtök og heiti í hagfræði.
Slangrið er síður notað við formlegar aðstæður, „það er fyrst og
fremst talmál, ekki ritmál. Það hefur beina tilfinningalega skírskotun,
og er yfirleitt kraftmikið og myndauðugt líkingamál; oft eru þar líka
ýkjur á ferð og gamansemi er eitt af megineinkennum þess. Oft fer
slangrið eigin leiðir við orðmyndun og orðatengsl, eitt af einkennum
þess eru umritanir og orðaleikir af ýmsu tagi, merking þekktra orða er
sveigð til og hártoguð" (Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örn-
ólfur Thorsson 1982:vii—viii). Þegar litið er yfir þau viðskeyti sem ein-
kenna Slangurorðabókina sést strax að mörg þeirra eru erlend að
uppruna og hafa ekki hlotið þegnrétt í málinu. Það hefur beinlínls verið
amast við þeim þótt sum eigi sér langa sögu hér, t. d. -ari (Halldór Hall-
dórsson 1969:78). Slangrið er talmál, málfar líðandi stundar þegar
atburðir samtímans eiga sér stað og tiltækur orðaforði, innlendur sem
erlendur, er notaður í samskiptum fólks. Þarna virðist vaxtarbroddur og
nýsköpun málsins eiga heima ef marka má viðskeytanotkunina.
3. fávi og lögga
Eitt af því sem greinir Slangurorðabókina frá Hagfræðiorðasafninu
eru orðmyndanir eins og þær sem sýndar eru í (24)-(26):
(24) Buick - bjúkki nitroglycerin - glussi
Chevrolet - letti sénever - sénni
fábjáni - fabbi, sífilis - siffi
fabbí, fábbi
klof - klobbi
sósíalisti - sossi
súlfat - súffi