Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 164
162
Sigurður Jónsson
(27) Jón - Jonni, Jómbi, Jóndi, Jónki, Jónsi, Nonni, Nóni
Þarna er annaðhvort stutt sérhljóð og langt samhljóð eða langt sér-
hljóð, samhljóð og viðskeyti. Hins vegar fáum við ekki orðmyndir eins
og *Jónni. Þó eru mörg dæmi um það, bæði í gælunöfnum og slangur-
yrðum, að ekki þurfi að verða sérhljóðavíxl. Dæmi úr slanguryrðum eru
myndanir eins og súlfat - súffi, fábjáni - fábbi eða fabbi, þar sem
raunar hvort tveggja getur gengið; og af gælunöfnum má nefna Búddi,
Eyddi, íbbi. Hér virðist vera um að ræða allflókið samspil stofnsér-
hljóðs og eftirfarandi samhljóðs, sem ræður því hvort sérhljóðavíxl
verða eða ekki. Hér verður ekki farið út í það að skýra þetta fyrirbæri,
en aðeins bent á þessa hliðstæðu með slangurorðmyndun og gælunöfn-
um.
4. Samsetningaraðferðir
Hér verður fjallað um samsetningarhætti þeirra orða sem eru í Hag-
fræðiorðasafni og Slangurorðabók og reynt að gefa yfirlit um hlutföll
samsetningaraðferða.
Auðvelt var að fást við þetta í Slangurorðabók því að þessir þættir,
voru merktir við hvert orð þegar það var slegið inn. Með tölvu var
auðvelt að fá fram þessar upplýsingar. Öðru máli gegndi um Hagfræði-
orðasafnið. Þar voru engar svona upplýsingar fyrir hendi og þurfti ég
því að telja þetta í höndunum.
Orðgerðunum er hér skipt í þrennt: ósamsett orð, afleidd orð og
samsett orð. Ósamsett orð teljast þau sem gerð eru af rót og beygingar-
endingu. Skiptingin í hina tvo flokkana er ekki alveg sambærileg milli
safnanna. Stafar það af því að hún var ekki gerð af sama aðila. Liggur
munurinn í því að forskeytt og viðskeytt orð eru talin afleidd í Slangur-
orðabók (Ásta Svavarsdóttir 1983:16-18) en ég flokkaði slík orð oftar
sem samsett (sbr. Halldór Halldórsson 1950:179-180 og 196-200).
Þessi munur virðist þó við lauslega athugun ekki skipta miklu máli.
Tafla yfir þessa skiptingu lítur svona út:
(28) Hagfrœðiorðasafn Slangurorðabók
ósamsett 80 2,4% 2613 56,2%
afleidd 240 7,0% 886 19,1%
samsett 3100 90,6% 1148 24,7%
samtals 3420 100,0% 4647 100,0%