Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 166
164
Sigurður Jónsson
um, -ari, -ing, -un. 8 af þeim viðskeytum sem Slangurorðabókin hefur
koma ekki fyrir í Hagfræðiorðasafninu og 5 viðskeyti þar finnast ekki í
Slangurorðabókinni. Leiðir það hugann að því hvort meðvituð orð-
myndun mætti ekki að einhverju leyti sækja sér fyrirmyndir í ómeð-
vitaða orðmyndun, t. d. daglegt mál eða slangur. Það gæti hjálpað til
við að koma íðorðum á framfæri og tryggt notkun þeirra.
Þriðji kafli fjallaði um sérfyrirbæri í slangurorðmyndun af gerðinni
lögregla -> lögga. Þetta finnst ekki í Hagfræðiorðasafninu en er vel
þekkt í gælunöfnum, t. d. Jón Jonni, Jónsi, Nonni.
Fjórði kaflinn fjallaði um orðgerðir í söfnunum. Þar kemur fram að
orðunum er skipt í þrjá flokka, ósamsett, afleidd og samsett orð. At-
hyglisverðast verður að telja að 90,6% orðanna í Hagfræðiorðasafninu
eru samsett en 2,4% eru ósamsett. Hliðstæðar tölur fyrir Slangurorða-
bókina eru 56,2% og 24,7%.
Af samsettum orðum úr Hagfræðiorðasafni eru 67,7% eignarfalls-
samsetningar en 47,2% í Slangurorðabók. Meðallengd orða í Hag-
fræðiorðasafni er 13,5 bókstafir en 8,44 bókstafir í Slangurorðabók.
Þetta endurspeglar þann mun sem er á orðasöfnunum, þ. e. að annað
er talmálssafn en hitt ritmálssafn. En þetta leiðir einnig hugann að því
hvort meðvituð íðorðasmíði felist aðallega í því að raða saman orðum
og orðhlutum en nýir orðstofnar eigi þar erfitt uppdráttar. Má þá gera
sér í hugarlund málið á komandi tímum þar sem nýsköpun íðorða
verður bara lengri og lengri orð! Vonandi rætast ekki þessar hrakspár
því að við eigum margt ólært í íðorðafræðum sem getur kennt okkur
betri íðorðasmíði í framtíðinni.
HEIMILDIR
Alexander lóhannesson. 1927. Die Suffixe im Islandischen. Fylgir Árbók Háskóla
íslands 1925-1926.
Ásta Svavarsdóttir. 1983. Skvrsla um tölvuinnslátt á Orðabók um slangur slettur
bannorð og annað utangarðsmál. Óprentuð ritgerð, Háskóla íslands, Reykja-
vík.
Ens Islendska Lœrdoms-Lista Felags Skraa. 1780. Kaupmannahöfn.
Hagfrœðiorðasafn. Varðveitt á tölvu Reiknistofnunar Háskóla íslands.
Halldór Halldórsson. 1950. íslenzk málfrœði handa æðri skólum. Isafoldarprent-
smiðja hf., Reykjavík.
— . 1964. Nýgervingar í fornmáli. Halldór Halldórsson (ritstj.): Þœttir um íslenzkt
mál eftir nokkra íslenzka málfræðinga, bls. 110-133. Almenna bókafélagið,
Reykjavík.