Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 169
Orð af orði
NOKKUR ORÐ UM LEIKFANG
Fyrir nokkrum misserum ræddi ég dálítið um nöfn á gömlum leikföng-
um í útvarpsþáttunum, svo sem leggjaborg, starkóng, gaflok og al. Eitt
þeirra leikfanga, sem flestir könnuðust við, var skopparakringlan. Hún
á sér ýmis heiti og er kölluð snarkringla, spunakona, spunakerling,
skoppa, skoíra, skopra, topra, topar og trítill. Ég ætla nú að fjalla nánar
um nokkur þessara nafna.
trítill
Elstu dæmi OH um trítil eru frá 18. öld. Jón Ámason notar það sem
þýðingu á trochus og turbo:
Trochus xx Tritell, Skopparakringla
(JÁNucl., 1862)
og litlu síðar:
Turbo xx Tritell, Rennetopar
(JÁNucl., 1879)
Dæmi um trítil er einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar frá
Grunnavík í merkingunni ‘trochus vel turbo’ og Ólafur Davíðsson hefur
eftir Jóni að skopparakringlan sé einnig nefnd trítiltoppur (1888-1892:
342). Björn Halldórsson (1814:392) þekkir líka trítil, og sömuleiðis er
það í orðabók Blöndals (bls. 866).
Engin svör bárust við fyrirspurnum mínum um trítil, og virðist orðið
ekki lengur notað um skopparakringlu.
Trítill á sér ýmsa ættingja í íslensku, t. d. trítill ‘smávaxinn maður’,
tríta (trýta) so. ‘flýta sér, snúast’, trítla f. ‘smábára’, trítla so. ‘ganga
smáum skrefum’. Skyld orð í grannmálunum eru shetl. trit so. ‘ganga
hratt’ og fær. tritla so. ‘láta hest taka lítil spor’.