Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 170
168
Orð af orði
topar, topra
Annað gamalt orð um skopparakringlu er topar. Elstu dæmi OH eru
frá Jóni Árnasyni í samsetningunni rennetopar (JÁNucl., 1879) og Jóni
Ólafssyni:
Topar m. gen. turbo Joh. Magnæi Grammat. Isl. cap. 3 est inter
crepundia puerorum. idem fere crepundium ac Skoppara Kringla.
Málfræðin, sem Jón nefnir, er eftir Jón Magnússon, bróður Árna
Magnússonar, en hana sendi hann Jóni Ólafssyni í tveimur hlutum
1737-1738. í þriðja kafla bókarinnar er topar nefndur sem dæmi um
kk. orð sem enda á -ar. Finnur Jónsson, sem gaf málfræðina út, segir í
athugasemd við orðið:
= top (legetöj; J.Ól. Bl.) Ellers ukendt.
(Finnur Jónsson 1933:135)
Ólafur Davíðsson getur þess að skopparakringlan sé kölluð topar í
Skaftafellssýslu (1888-1892:342) og sama segir Blöndal nema hann
hefur einnig heimildir úr Rangárvallasýslu (bls. 863). Björn Halldórs-
son þekkir það hins vegar ekki.
Fáein dæmi frá hlustendum studdu að orðið mun staðbundið, en öll
dæmi OH eru af austanverðu Suðurlandi. Úr Vestmannaeyjum bárust
nokkrar heimildir um að skopparakringlan væri þar kölluð topra, en
einnig nota þeir so. að topra um að velta gjörð.
Topar og topra eru skyld dö. top, sem m. a. merkir ‘skopparakringla’.
Sömuleiðis e. og holl. top (Falk & Torp 1960:1272) og þ. Topf, fhþ.
doph, topf (Kluge 1967:782) í sömu merkingu.
Rétt er að taka fram að Jón Ólafsson frá Grunnavík þekkir einnig
Skoppara toppur í merkingunni ‘trochus’, sem einnig telst til þessa hóps
orða.
skotra
Skotra kemur fyrir í orðabók Björns Halldórssonar (1814:276) og tekur
Blöndal það upp í sína bók eftir Birni. í seðlasafni OH eru engin dæmi
úr ritmáli, en fáein svör bárust við fyrirspurnum mínum. Þau voru úr
Borgarfirði vestra, Norður-Múlasýslu og af Vestfjörðum, svo að ekki
virðist orðið staðbundið. Það mun þó aldrei hafa náð verulegri út-
breiðslu.