Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Page 173
Orð af orði
171
Nú er upp talið það sem finna má um skoddi/skodda og samsetning-
ar með þeim orðum í seðlasöfnum OH. í prentuðum orðabókum er þau
ekki að finna fyrr en í orðabók Blöndals, en hann getur um kvk. mynd-
ina skodda í merkingunni: 1) þoka (Hf.), dimmviðri (ASkaft., Múl.),
2) skúr og lo. skoddaður „(om Himlen) bedækket med Regnskyer“
(bls. 734).
Öll þau dæmi, sem upp hafa verið talin, eru eins og sjá má af austan-
og suðaustanverðu landinu, og ég hef ekkert fundið, sem styður þá
merkingu, sem fram kemur í bréfinu frá Blönduósi.
Hvað uppruna orðsins skodda viðvíkur er líklegast að það sé töku-
orð úr norsku. Þar eru til kvk. myndirnar skadda, skoll (Ásen 1873:
680) og skodd og skodda í merkingunni ‘þoka’ og sömuleiðis í sænskum
mállýskum: skadd, skada, skadd (Torp 1919:608). í færeysku er til
skadda/sktþdda „Taage, tyk Fjeldtaage (fugtig og medfprende Blæst)“
(Jacobsen & Matras 1927-1928: 322, 341). Kk. orðið skoddi er líklega
yngri mynd orðin til úr aukaföllum í samsetningum.
Skodda er skylt gotn. skadus ‘skuggi’, fhþ. scato, mlþ. schad{eri)e, fe.
scead (e. shade, shadow) (Kluge 1967:637) <C germ. *skadu-.
Ásgeir Blöndal Magnússon (1981:7-8) hefur bent á að o (p) í skodda
virðist komið úr aukaföllunum *skgddu (nf. skadda).
G.K.
gambri
Á útmánuðum barst sú fyrirspurn til OH hvert væri elsta dæmi í seðla-
söfnunum um orðið gambri. Það kom okkur dálítið á óvart að finna
enga heimild, og varð það úr að ég spurðist fyrir um það í þættinum
íslenskt mál. Eins og vænta mátti þekktu fjölmargir gambrann, og bar
öllum saman um að hann væri heimabrugg og átt við vökvann, áður en
hann er eimaður. Af lýsingum að dæma er hann þá hvítleitur, líkastur
vatnsblandaðri undanrennu og getur verið talsvert áfengur. Flestir
heimildarmanna heyrðu fyrst á gambra minnst á árunum 1940-1950,
en nafnið mun þó eitthvað eldra á þessu heimabruggi, sennilega frá því
um 1930. Enginn kunni nokkra skýringu á nafninu, en mér sýnist að
tvær komi helst til greina.
í fyrsta lagi gæti nafnið verið leitt af so. gambra, sem notað er um að
‘gaspra, gorta, gera að gamni sínu, skrafa’ og no. gambur ‘gort, gaman,
gaspur’ (Blöndal, 235). Gambur- kemur einnig fyrir sem fyrri liður í