Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Side 174
172
Orð af orði
samsetningunni gamburmosi, en hann er, eins og margir þekkja, hávax-
inn af mosa að vera, þurr og brakar í honum, þegar stigið er á hann.
Hann gefur þannig bæði frá sér hljóð og hreykir sér hátt. Heimildar-
maður úr Þingeyjarsýslu sagðist þekkja styttinguna gambri á gambur-
mosa, en ekki vissi hann, hvað hún væri gömul.
í öðru lagi mætti vel hugsa sér að gambri væri stytting á nafni Gam-
brinusar nokkurs, sem í gömlum heimildum var sagður konungur í
Flæmingjalandi (Handwörterbuch, dálkur 282-288). Hann á að hafa
lært bjórgerð af egypsku guðunum ísis og Ósíris og kennt hana í heima-
landi sínu:
Er hat auB Gersten Maltz gemacht
Vnd das Bierbrauen erst bedacht
Wie er solchs von Osiride
Gelernt hat, vnd von Iside.
Öldum saman voru sungin um Gambrinus ljóð, en árið 1831 varð
hann mjög vel þekktur af mynd, sem birtist framan á víðlesnu þýsku
tímariti, Zeitspiegel, og sýnir Gambrinus sitjandi klofvega á tunnu með
freyðandi bjórkollu í hendi. Enn má sjá á þýskum bjórstofum eftirlík-
ingar af þessari mynd.
Við þetta varð Gambrinus mjög vinsæll meðal stúdenta, og sungu
þeir gjarnan um hann og Bacchus, ef þeir gerðu sér glaðan dag, og um
„gjöf Gambrinusar“ (Gabe des Gambrinus, Mackensen: 348), eins og
bjórinn var gjarnan nefndur. íslenskir stúdentar við nám erlendis,
annaðhvort í Þýskalandi eða á Norðurlöndum, hafa líklega kynnst
þessum stúdentasöngvum, og ekki er óhugsandi að þeir sín á milli hafi
stytt nafn Gambrinusar í Gambra og flutt nafnið heim með sér.
G.K.
glúskra
Einhvern tíma í vetur rákumst við á orðið bókaglúskur í ritmálssafni
OH. Það kemur fyrir í ritgerð eftir Benedikt Gröndal, sem nefnist
Nokkur orð um þjóðerni og málið og birtist í blaðinu Ingólfi 1906
(Benedikt Gröndal 1953:196). Þegar ég fór að athuga síðari lið þessa
orðs, glúskur, sá ég að ekkert dæmi var til um það ósamsett í ritmáls-
safninu, en eitt dæmi um so. glúskra, einnig frá Gröndal úr leikritinu
Gandreiðin, sem gefið var út 1866: