Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1984, Blaðsíða 175
Orð af orði
173
það er sá aragrúi af handritum, að maðr sér þau ekki nema í kíkir-
um; eg er að rýna og glúskra nótt og nýtan dag og alltaf að leysa
b0ndm- (Benedikt Gröndal 1951:265)
Greinilegt er að merking sagnarinnar er að ‘liggja yfir einhverju,
sökkva sér niður í eitthvað’. í talmálssafni höfum við einnig dæmi um
so. glúskra úr óprentuðu bréfi frá Benedikt Jónssyni á Auðnum 1899 til
Valdimars Ásmundarsonar ritstjóra Fjallkonunnar. Þar er Benedikt
greinilega að svara ritdómi um grein um félagsfræði, sem hann þýddi og
birti í Tímariti Kaupfélaganna 1897. Benedikt hafði notað í þýðingunni
orðið glúskrari, en Valdimar fann að því af því að hann þekkti það
ekki. Benedikt skrifar:
Orðið glúskrari og sögnin að glúskra er hér algengt og hefir verið
síðan ég man fyrst eftir mér, og merkir að rýna, leita, snuðra, helzt
í einhverju gömlu. Mig minnir að ég heyrði orðið fyrst til Arngríms
sáluga Gíslasonar, þegar ég var 10-12 ára. Nú er það algengt hér.
Benedikt Gröndal hefir þekkt það fyrir löngu því það kemur fyrir
í Gandreið hans og ég held síðar.
Arngrímur Gíslason, sem Benedikt á Auðnum minnist á, var að öll-
um líkindum Arngrímur Gíslason málari, og minni hann rétt hefur
hann lært so. að glúskra af honum 1858 en Benedikt fæddist 1846. Um
aldamótin var hún orðin algeng í Þingeyjarsýslu, að minnsta kosti fólki
munntöm, að því er Benedikt á Auðnum segir í bréfi sínu.
Ég spurðist fyrir um glúskra í vetur er leið og fékk tvö svör úr Suður-
Þingeyjarsýslu og eitt af Snæfellsnesi um merkinguna ‘rýna í, leggja
stund á e-ð’. Bar heimildarmönnum saman um að orðið heyrðist sára-
sjaldan. Fullorðin vestfirsk kona sagðist minnast þess að sagt hefði
verið, ef hasta þurfti á krakka vegna hávaða og láta: „Verið ekki með
þetta glúskur og gems.“
Um uppruna glúskra/glúskur hef ég ekkert fundið. Þau koma ekki
fyrir í prentuðum orðabókum, og í öðrum germönskum málum hef ég
ekki rekist á neitt, sem stutt gæti sameiginlegan uppruna.
Önnur sögn kemur gjarnan upp í hugann um leið og glúskra, en það
er grúska, sem notuð er nákvæmlega í sömu merkingu. Um hana segir
Alexander Jóhannesson: „grúska vb. (<*grunnska, vgl. dán. grannske
zu grannr ,genau‘)“ (1951-1956:400). Ekki finnst mér endurgerða
mynd Alexanders sennileg og bein tengsl við önnur germönsk mál hef